Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:53 Logi Már segir Framsókn verða að finna lausn á Sigurðar-Sigmundar málinu. Vísir Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira