Nýr þingmaður fékk fjárlagafrumvarpið í hendurnar: „Shit just got serious“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2016 20:15 Meðal þess sem þurfti að huga að við þingsetningu var myndataka fyrir althingi.is Mynd/Andrés Ingi Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra 32 nýju þingmanna sem tóku sæti á þingi í dag. Andrés tekur sæti fyrir Vinstri græna. Hann tók upp á því að leyfa fylgjendum sínum á Twitter að fylgja sér í gegnum viðburðarríkan þingsetningardag líkt og hann gerði í veislu á Bessastöðum 1. desember síðastliðinn.Sjá einnig: Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“Við þingsetningu er þingmönnum úthlutað sæti til bráðabirgða á meðan athöfnin stendur yfir. Síðar er svo dregið í sæti. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var sessunautur Andrésar og hinum megin við Ásmund sat Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. Andrés segir þau hafa stillt glensinu í hóf í þetta skiptið, en grín þeirra með forseta Íslands olli töluverðum usla í síðustu viku.Búið að kaupa blóm og merkja sæti til bráðabirgða. #þingsetning nálgast! pic.twitter.com/7myoqGlvIT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 #þingsetning er bara með tímabundna sætaskipan, en það er passað upp á að láta okkur @asta_fish ramma inn kall. Höldum samt sprelli í hófi pic.twitter.com/HeT3j2P6io— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var kominn tími á að skella sér í myndatöku fyrir vef Alþingis. Myndin er raunar ekki enn komin í birtingu þar en útkoman er eflaust hin glæsilegastaÞað er ekki eintómur glamúr þegar er #þingsetning. Maður þarf líka að setja upp sparisvipinn og fara í myndatöku fyrir vef @Althingi pic.twitter.com/TEjkvQFkZT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Andrés var meðal þeirra þingmanna sem kusu að sitja ekki hina hefðbundnu guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hann fylgdist þó grannt með þegar þingmenn bjuggu sig undir að ganga frá þinghúsinu yfir í kirkjuna og eins þegar þeir gengu aftur til þinghússins.Hersingin að verða tilbúin að rölta yfir í dómkirkjuna. #þingsetning er eins og skólinn með það að við sem förum ekki dundum okkur á meðan. pic.twitter.com/3NPBjwgJIu— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Svona lítur #þingsetning út úr þingflokksherbergi @Vinstrigraen pic.twitter.com/SGBZjMJSq2— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var komið að ávarpi forseta Íslands og ljóst er að Andrés hefur lagt vel við hlustir.Þingið þarf að endurheimta traustið sem það tapaði við hrunið, segir Guðni forseti. Með málefnalegri umræðu. Sammála. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Aldrei fleiri nýliðar. Aldrei yngra þing. Aldrei fleiri konur. Nú er lag að bæta vinnubrögð, segir Guðni forseti. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 En að hátíðarhöldum loknum hóst þingfundur, nýir þingmenn undirrituðu drengskaparheit og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 var kynnt. Alvara farin að færast í leikinn.#þingsetning, seinni hálfleikur: shit just got serious! pic.twitter.com/3LlB5CQaAf— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Í gegnum herlegheitin var Andrés með puttann á púlsinum hvað veitingarnar varðar. Sörur, snittur og brauð með áleggi var á boðstólnum fyrir þingmenn þegar 146. þing var sett í dag.#matartwitter gæti þótt áhugavert hvað #þingsetning kallar á hófstillt úrval í hádeginu. pic.twitter.com/wipMLvPNQW— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Hlaðborðið fyrir #þingsetning er alveg skítsæmó! En ekki mikið fyrir grænkerana. Cc: @Ragnheidur_Axel pic.twitter.com/SE2kwe6taM— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Snittur og sörur í hálfleik. #þingsetnin pic.twitter.com/xDxGCGb8sZ— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra 32 nýju þingmanna sem tóku sæti á þingi í dag. Andrés tekur sæti fyrir Vinstri græna. Hann tók upp á því að leyfa fylgjendum sínum á Twitter að fylgja sér í gegnum viðburðarríkan þingsetningardag líkt og hann gerði í veislu á Bessastöðum 1. desember síðastliðinn.Sjá einnig: Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“Við þingsetningu er þingmönnum úthlutað sæti til bráðabirgða á meðan athöfnin stendur yfir. Síðar er svo dregið í sæti. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var sessunautur Andrésar og hinum megin við Ásmund sat Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. Andrés segir þau hafa stillt glensinu í hóf í þetta skiptið, en grín þeirra með forseta Íslands olli töluverðum usla í síðustu viku.Búið að kaupa blóm og merkja sæti til bráðabirgða. #þingsetning nálgast! pic.twitter.com/7myoqGlvIT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 #þingsetning er bara með tímabundna sætaskipan, en það er passað upp á að láta okkur @asta_fish ramma inn kall. Höldum samt sprelli í hófi pic.twitter.com/HeT3j2P6io— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var kominn tími á að skella sér í myndatöku fyrir vef Alþingis. Myndin er raunar ekki enn komin í birtingu þar en útkoman er eflaust hin glæsilegastaÞað er ekki eintómur glamúr þegar er #þingsetning. Maður þarf líka að setja upp sparisvipinn og fara í myndatöku fyrir vef @Althingi pic.twitter.com/TEjkvQFkZT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Andrés var meðal þeirra þingmanna sem kusu að sitja ekki hina hefðbundnu guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hann fylgdist þó grannt með þegar þingmenn bjuggu sig undir að ganga frá þinghúsinu yfir í kirkjuna og eins þegar þeir gengu aftur til þinghússins.Hersingin að verða tilbúin að rölta yfir í dómkirkjuna. #þingsetning er eins og skólinn með það að við sem förum ekki dundum okkur á meðan. pic.twitter.com/3NPBjwgJIu— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Svona lítur #þingsetning út úr þingflokksherbergi @Vinstrigraen pic.twitter.com/SGBZjMJSq2— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var komið að ávarpi forseta Íslands og ljóst er að Andrés hefur lagt vel við hlustir.Þingið þarf að endurheimta traustið sem það tapaði við hrunið, segir Guðni forseti. Með málefnalegri umræðu. Sammála. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Aldrei fleiri nýliðar. Aldrei yngra þing. Aldrei fleiri konur. Nú er lag að bæta vinnubrögð, segir Guðni forseti. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 En að hátíðarhöldum loknum hóst þingfundur, nýir þingmenn undirrituðu drengskaparheit og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 var kynnt. Alvara farin að færast í leikinn.#þingsetning, seinni hálfleikur: shit just got serious! pic.twitter.com/3LlB5CQaAf— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Í gegnum herlegheitin var Andrés með puttann á púlsinum hvað veitingarnar varðar. Sörur, snittur og brauð með áleggi var á boðstólnum fyrir þingmenn þegar 146. þing var sett í dag.#matartwitter gæti þótt áhugavert hvað #þingsetning kallar á hófstillt úrval í hádeginu. pic.twitter.com/wipMLvPNQW— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Hlaðborðið fyrir #þingsetning er alveg skítsæmó! En ekki mikið fyrir grænkerana. Cc: @Ragnheidur_Axel pic.twitter.com/SE2kwe6taM— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Snittur og sörur í hálfleik. #þingsetnin pic.twitter.com/xDxGCGb8sZ— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira