Fótbolti

Mourinho: Mkhitaryan að sýna gæðin sem við vissum að við keyptum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Henrikh Mkhitaryan skorar fyrsta markið fyrir United.
Henrikh Mkhitaryan skorar fyrsta markið fyrir United. vísir/getty
Henrikh Mkhitaryan skoraði fyrsta markið sitt fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar liðið lagði Zoyra Luhansk í Úkraínu, 2-0, og komst áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Armenski landsliðsmaðurinn hefur verið að fá fleiri tækifæri í liði United að undanförnu og er að spila vel en framan af leiktíð átti hann erfitt með að komast í leikmannahóp Manchester United.

Hann var kjörinn besti leikmaðurinn í þýsku 1. deildinni í fyrra en hefur átt erfitt með að aðlagasta lífinu á Englandi að sögn José Mourinho, knattspyrnustjóra United. Það hefur Armeninn viðurkennt sjálfur líka.

„Hann er sterkur andlega. Hann hefur verið mjög ákveðinn í að berjast í gegnum þetta erfiða aðlögunarferli og er að gera það á frábæran máta,“ sagði José Mournhi eftir sigurinn í gærkvöldi.

„Hann er búinn að leggja mikið á sig andlega og líkamlega og við vitum að hæfileikarnir eru til staðar. Hæfileikarnir sem við vissum að við keyptum.“

„Mkhitaryan er búinn að bæta sig taktískt líka og nú er hann að spila betur bæði í úrvalsdeildinni og í Evrópudeildinni sem og deildabikarnum. Hann er alltaf að verða ánægðari þannig ég er glaður fyrir hans hönd,“ sagði José Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×