Fótbolti

Þetta eru liðin sem United og Tottenham geta mætt í 32 liða úrslitunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba og félagar komust áfram með sigri í lokaumferðinni.
Paul Pogba og félagar komust áfram með sigri í lokaumferðinni. vísir/getty
Manchester United og Tottenham verða einu ensku liðin í pottinum þegar dregið verður til 32 liða úrslita Evrópudeildarinnar á mánudaginn en United tryggði sér farseðilinn í útsláttarkeppnina með því að vinna Zoyra frá Luhans, 2-0, á útivelli í gær.

United náði samt aðeins öðru sætinu í sínum riðli og verður því í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður á mánudaginn. Tottenham verður aftur á móti í efri styrkleikaflokki en lið úr efri og neðri verða dregin á móti hvort öðru.

Tottenham og Manchester United geta aftur á móti ekki mætt hvort öðru því reglur Evrópudeildarinnar kveða á um að lið frá sama landi geta ekki mæst í 32 liða úrslitum keppninnar. Lið úr sama riðli geta heldur ekki mæst og fær United því ekki Fenerbache í fyrstu umferð útsláttarkeppnninnar.

Í efri styrkleikaflokknum verða sigurvegarar riðlanna tólf og fjögur bestu liðin sem höfnuðu í þriðja sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tottenham er þar með þriðja besta árangurinn og er því í efri styrkleikaflokknum.

Manchester United getur því mætt ellefu af tólf sigurvegurum riðlanna og þremur af fjórum liðum sem koma úr Meistaradeildinni en það verður ekki dregið gegn Fenerbache eða Tottenham.

Tottenham getur aftur á móti mætt fimmtán liðum af sextán í neðri styrkleikaflokknum, bara ekki Manchester United.

Liðin sem Manchester United getur mætt:

Úr Evrópudeildinni: Apoel Nicosia, Saint-Étienne, Zenit Saint Petersburg, Roma, Athletic Bilbao/Genk*, Ajax, Shakhtar Donetsk, Schalke, Fiorentina, Sparta Prague og Osmanlispor.

Úr Meistaradeildinni: FC Kaupmannahöfn, Lyon og Besiktas

Liðin sem Tottenham getur mætt:

Úr Evrópudeildinni: Olympiakcos, Anderlecht, AZ Alkmaar, Astra Giurgiu, Genk, Celta Vigo, Gent, Krasnodar, PAOK, Haopel Beer Sheva, Villareal.

Úr Meistaradeildinni: Rostov, Borussia Mönchengladbach, Legia Varsjá, Ludogorets Grazgrad

*Vegna þoku var leik Sassuolo og Genk frestað til 11.30 í dag en með sigri nær Genk efsta sætinu í riðlinum af Bilbao.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×