Blatter segir Infantino ekki sýna sér virðingu: „Drukkum rauðvín saman en tölum nú í gegnum lögfræðinga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2016 09:45 Sepp Blatter var nærri dauður. vísir/getty Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter. FIFA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter.
FIFA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira