Heildarlaun þingmanna lækki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 19:15 Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira