Sport

Er boxið að deyja?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr bardaga Kovalev og Ward.
Úr bardaga Kovalev og Ward. vísir/getty
Hnefaleikar eiga undir högg að sækja og það varð morgunljóst er aðeins 160 þúsund keyptu sér sjónvarpsaðgang að stærsta bardaga ársins.

Bardagi þeirra Sergey Kovalev og Andre Ward var stillt upp sem bardaga ársins en þeir mættust 19. nóvember síðastliðinn.

Nú hefur komið í ljós að 160 þúsund keyptu sér áskrift að bardaganum sem eru talsverð vonbrigði. Rúmlega 13 þúsund keyptu sig inn á viðburðinn í T Mobile-höllina í Las Vegas. Ekki hefur verið gefið upp hvað kom í kassann þar.

Síðan Mayweather og Pacquiao brutu öll met í bransanum hefur verið á brattann að sækja hjá boxheiminum og árið 2016 var ekki gott.

Til samanburðar má nefna að stóru kvöldin hjá UFC eru að selja vel yfir milljón áskriftir.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×