Viskíframleiðsla Snævars við það að verða að veruleika: Hópfjármagnar lokasprettinn Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Stefnt er að því að koma Sall Whisky á markað árið 2021. Mynd/Aðsend Snævar Njáll Albertsson er meðal þeirra sem standa að baki Sall Whisky, viskíframleiðslu í Danmörku. Snævar er annar af tveimur rekstrarstjórum fyrirtækisins og sér einnig um samskipti. Sjö menn standa saman að baki Sall Whisky og koma þeir úr mismunandi geirum, en einn þeirra er bóndi. „Við erum að vinna okkar eigið bygg frá grunni. Við ræktum það á akri bara nokkra kílómetra frá bænum okkar og sjáum um að sá fræjum, rækta og vinna úr bygginu. Oft er bygg ræktað einhvers staðar, svo flutt til Þýskalands þar sem það er maltað ásamt byggi af mörgum ökrum og þá er upphaflega bragðið horfið. Við viljum varðveita það,“ segir Snævar.Ólíkt mörgum öðrum viskíframleiðendum rækta Sall Whisky strákarnir eigið bygg og vinna það til enda til að varðveita bragðið.Mynd/Lars OlsenBrugghúsið er það fyrsta sinnar tegundar á Jótlandi en öll varan er lífræn og lagt upp úr því að nota hráefni frá svæðinu. Stefnt er að því að reisa verksmiðju í mars á næsta ári, setja upp búnað í september og hefja framleiðslu í desember á næsta ári. Viskíið verður svo geymt á tunnum frá 2018 til 2021. „Við stefnum að því að byrja að framleiða í lok haustsins 2017. Viskí er náttúrulega bara eimaður sterkur bjór og er alltaf sett á tunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því stefnt að því að þetta verði tilbúið fyrir markaðinn árið 2021,“ segir Snævar. Síðasta skrefið í að fjármagna framleiðsluna er hópfjármögnun á síðunni Indiegogo. Mánuður er eftir af hópfjármögnuninni og hafa nú þegar safnast um 11.900 dollara, eða um 1,3 milljónir króna. Það eru 30 prósent af fjármagninu sem þörf er á. „Hópfjármögnunin hjálpar okkur alveg gífurlega, við höfum möguleika á að fá lán í gegnum bankann þannig að ef við náum ekki markmiðinu með söfnuninni getum við þó haldið áfram. Bankinn er mjög jákvæður fyrir þessu verkefni hjá okkur, en sú leið er aðeins erfiðari fyrir okkur,“ segir Snævar. Stefnt er að alþjóðlegri sölu. „Við erum ekki búin að klára neina samninga, en við stefnum á sölu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum árið 2022.“Hér má kynna sér hópfjármögnunina betur. Íslenskur bjór Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Snævar Njáll Albertsson er meðal þeirra sem standa að baki Sall Whisky, viskíframleiðslu í Danmörku. Snævar er annar af tveimur rekstrarstjórum fyrirtækisins og sér einnig um samskipti. Sjö menn standa saman að baki Sall Whisky og koma þeir úr mismunandi geirum, en einn þeirra er bóndi. „Við erum að vinna okkar eigið bygg frá grunni. Við ræktum það á akri bara nokkra kílómetra frá bænum okkar og sjáum um að sá fræjum, rækta og vinna úr bygginu. Oft er bygg ræktað einhvers staðar, svo flutt til Þýskalands þar sem það er maltað ásamt byggi af mörgum ökrum og þá er upphaflega bragðið horfið. Við viljum varðveita það,“ segir Snævar.Ólíkt mörgum öðrum viskíframleiðendum rækta Sall Whisky strákarnir eigið bygg og vinna það til enda til að varðveita bragðið.Mynd/Lars OlsenBrugghúsið er það fyrsta sinnar tegundar á Jótlandi en öll varan er lífræn og lagt upp úr því að nota hráefni frá svæðinu. Stefnt er að því að reisa verksmiðju í mars á næsta ári, setja upp búnað í september og hefja framleiðslu í desember á næsta ári. Viskíið verður svo geymt á tunnum frá 2018 til 2021. „Við stefnum að því að byrja að framleiða í lok haustsins 2017. Viskí er náttúrulega bara eimaður sterkur bjór og er alltaf sett á tunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því stefnt að því að þetta verði tilbúið fyrir markaðinn árið 2021,“ segir Snævar. Síðasta skrefið í að fjármagna framleiðsluna er hópfjármögnun á síðunni Indiegogo. Mánuður er eftir af hópfjármögnuninni og hafa nú þegar safnast um 11.900 dollara, eða um 1,3 milljónir króna. Það eru 30 prósent af fjármagninu sem þörf er á. „Hópfjármögnunin hjálpar okkur alveg gífurlega, við höfum möguleika á að fá lán í gegnum bankann þannig að ef við náum ekki markmiðinu með söfnuninni getum við þó haldið áfram. Bankinn er mjög jákvæður fyrir þessu verkefni hjá okkur, en sú leið er aðeins erfiðari fyrir okkur,“ segir Snævar. Stefnt er að alþjóðlegri sölu. „Við erum ekki búin að klára neina samninga, en við stefnum á sölu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum árið 2022.“Hér má kynna sér hópfjármögnunina betur.
Íslenskur bjór Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira