Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópnum, ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, samflokksmann sinn, í spennuþrungnu andrúmsloftinu sem ríkti á Alþingi í gær. vísir/eyþór Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagnstekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablaðið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt framtíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Framsókn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskattheimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/EyþórEins og fram hefur komið samþykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almannatrygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjármagnað öðru vísi en með skattahækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatturinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnarfólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með viðræðuslitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagnstekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablaðið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt framtíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Framsókn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskattheimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/EyþórEins og fram hefur komið samþykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almannatrygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjármagnað öðru vísi en með skattahækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatturinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnarfólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með viðræðuslitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira