Samningatilraunir við Iceland „hafa engu skilað“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2016 15:12 Vísir/AFP Utanríkisráðuneytið hefur hafið lagalegar aðgerðir gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods. Tilefnið er að um árabil hefur verslunarkeðjan beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu. Íslandsstofa og Samtök atvinnulífsins koma einnig að málaferlunum. Sjá einnig: Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska fyrirtækið hefur einkarétt á orðinu ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins og hefur ítrekað kvarta til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem nota orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu, samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þar segir að aðgerðir verslunarkeðjunnar hafi meðal annars bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland. Í september sagði Malcolm Walker, framkvæmdastjóri Iceland, að þar sem um fimm milljónir manna sæktu verslanir þeirra heim í viku hverri og einungis 300 þúsund manns byggju á Íslandi, ætti verslunarkeðjan í raun mun meiri rétt á nafninu en Ísland. „Það er bæði sanngjarnt og eðlilegt að íslenskir aðilar geti vísað til upprunalandsins ef þeir kjósa svo í sínu markaðsstarfi sínu erlendis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. „Í huga neytenda víða um heim er ímynd Íslands mjög jákvæð og í því felast mikil tækifæri fyrir land og þjóð. Tilraunir okkar til að semja um sanngjarna lausn á vandanum hafa engu skilað og okkur er því nauðugur sá kostur að leita réttar okkar með formlegum hætti hjá viðeigandi stofnunum Evrópusambandsins. Ég er vongóð um að niðurstaðan verði jákvæð.” Deila Íslands og Iceland Foods Tengdar fréttir Forstjóri Íslandsstofu brattur: „Höfum alltaf lagt þá að velli“ Forstjóri Íslandsstofu segir að ummæli framkvæmdastjóra verslunarkeðjunar Iceland berki merki um hroka. 26. september 2016 19:30 Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Breska matvöruverslanakeðjan Iceland hefur nýtt sér þá auknu athygli sem Iceland vekur erlendis. Íslenskir framleiðendur hafa áhyggjur af því að fyrirtækið vilji takmarka notkun annarra á vörumerkinu Iceland. 22. september 2016 07:00 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 „Hvaða von eiga þeir eiginlega?“ Framkvæmdastjóri Iceland segir fimm milljónir sækja verslanir þeirra heim í hverri viku og einungis 300 þúsund manns búi á Íslandi. 24. september 2016 22:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur hafið lagalegar aðgerðir gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods. Tilefnið er að um árabil hefur verslunarkeðjan beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu. Íslandsstofa og Samtök atvinnulífsins koma einnig að málaferlunum. Sjá einnig: Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska fyrirtækið hefur einkarétt á orðinu ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins og hefur ítrekað kvarta til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem nota orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu, samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þar segir að aðgerðir verslunarkeðjunnar hafi meðal annars bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland. Í september sagði Malcolm Walker, framkvæmdastjóri Iceland, að þar sem um fimm milljónir manna sæktu verslanir þeirra heim í viku hverri og einungis 300 þúsund manns byggju á Íslandi, ætti verslunarkeðjan í raun mun meiri rétt á nafninu en Ísland. „Það er bæði sanngjarnt og eðlilegt að íslenskir aðilar geti vísað til upprunalandsins ef þeir kjósa svo í sínu markaðsstarfi sínu erlendis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. „Í huga neytenda víða um heim er ímynd Íslands mjög jákvæð og í því felast mikil tækifæri fyrir land og þjóð. Tilraunir okkar til að semja um sanngjarna lausn á vandanum hafa engu skilað og okkur er því nauðugur sá kostur að leita réttar okkar með formlegum hætti hjá viðeigandi stofnunum Evrópusambandsins. Ég er vongóð um að niðurstaðan verði jákvæð.”
Deila Íslands og Iceland Foods Tengdar fréttir Forstjóri Íslandsstofu brattur: „Höfum alltaf lagt þá að velli“ Forstjóri Íslandsstofu segir að ummæli framkvæmdastjóra verslunarkeðjunar Iceland berki merki um hroka. 26. september 2016 19:30 Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Breska matvöruverslanakeðjan Iceland hefur nýtt sér þá auknu athygli sem Iceland vekur erlendis. Íslenskir framleiðendur hafa áhyggjur af því að fyrirtækið vilji takmarka notkun annarra á vörumerkinu Iceland. 22. september 2016 07:00 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 „Hvaða von eiga þeir eiginlega?“ Framkvæmdastjóri Iceland segir fimm milljónir sækja verslanir þeirra heim í hverri viku og einungis 300 þúsund manns búi á Íslandi. 24. september 2016 22:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forstjóri Íslandsstofu brattur: „Höfum alltaf lagt þá að velli“ Forstjóri Íslandsstofu segir að ummæli framkvæmdastjóra verslunarkeðjunar Iceland berki merki um hroka. 26. september 2016 19:30
Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Breska matvöruverslanakeðjan Iceland hefur nýtt sér þá auknu athygli sem Iceland vekur erlendis. Íslenskir framleiðendur hafa áhyggjur af því að fyrirtækið vilji takmarka notkun annarra á vörumerkinu Iceland. 22. september 2016 07:00
Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00
„Hvaða von eiga þeir eiginlega?“ Framkvæmdastjóri Iceland segir fimm milljónir sækja verslanir þeirra heim í hverri viku og einungis 300 þúsund manns búi á Íslandi. 24. september 2016 22:33