Ætla ekki að fjarlægja sig Viðreisn Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 23:00 Óttarr Proppé ræðir hér við félagsmenn Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir „Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40