„Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. nóvember 2016 14:15 Í yfirstandandi stjórnarmyndunarumræðum er talið víst að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB verði einn helsti ásteytingarsteinn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tekist var á um þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar mættu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem sagði ljóst að Evrópumálin væru eitt af þeim málefnum sem erfitt gæti reynst að lenda í viðræðunum en sjá má umræðurnar um Evrópumálin í spilaranum hér að ofan. „Evrópumálin verða snúin og það er alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að þurfa að taka okkur langan tíma til að fá skýrar línur í þetta og sjá hvort að þetta takist. Það eru bara tveir valkostir, annaðhvort ná þessir flokkar saman eða færa umboðið annað,“ sagði Þorgerður Katrín og leit á Katrínu. Lilja Dögg greip þetta á lofti og sagði að það væri stórundarlegt ef Viðreisn ætlaði sér að veita afslætti af kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB. „Viðreisn er stofnaður utan um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef að það verður gefinn afsláttur af því er það stórundarlegt. Það eru fullt af aðilum sem kusu Viðreisn sem kusu áður Samfylkinguna vegna nákvæmlega þessa máls,“ sagði Lilja.Bjarni Benediktsson.Vísir/ErnirEvrópumálin send til þingsins? Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, greip á inn í og vísaði til þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að Evrópumálin yrðu send til afgreiðslu þingsins. Katrín sagði þetta óneitanlega vera athyglisverða yfirlýsingu og velti fyrir sér merkingu hennar. „Í svona prinsipp-máli, ég ætti nú að þekkja það hafandi verið í ríkisstjórn sem fjallaði örlítið um um Evrópusambandið og örlög hennar réðust dálítið af því veltir maður því fyrir sér hvað þessi yfirlýsing merkir. Að þingið muni taka yfir málið, þýðir það að eigi að koma fram einhver tillaga í þinginu sem dagi uppi eða á leggja það á stjórnarandstöðuna að leysa úr því?,“ spurði Katrín. Við það bað Þorgerður Katrín þær stöllur um að fara ekki fram úr sér, stjórnarmyndunarviðræðurnar væru nýhafnar og í þessum málum ætti að anda rólega og sjá hvað kæmi út úr næstu dögum. Hún sagði þó ljóst að það þyrfti að klára þessi mál, þjóðin væri að kalla eftir því. „Það má alveg draga fram að það er alveg rétt að Evrópumálin skipta máli og það er þýðingarmikið fyrir okkur að klára þau. Við töluðum mjög skýrt að þjóðin ætti að ráða. Fólk vill fá skýrar línur. Það vill að málið sé klárað. Það er það sama og Katrín stendur frammi fyrir ef hún myndi leiða ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín. Við það hélt Heimir Már örlítinn samkvæmisleik þar sem hann bað þær um að ímynda sér hvað gerðist ef ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndu leggja fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi ESB-umsókn. Miðað við yfirlýsingar annarra flokka í kosningabaráttunni væri ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lítið gert til að stöðva slíka tillögu. Þetta greip Katrín á lofti og vísaði til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika? Það er það sem maður spyr sig að.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00 Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Í yfirstandandi stjórnarmyndunarumræðum er talið víst að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB verði einn helsti ásteytingarsteinn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tekist var á um þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar mættu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem sagði ljóst að Evrópumálin væru eitt af þeim málefnum sem erfitt gæti reynst að lenda í viðræðunum en sjá má umræðurnar um Evrópumálin í spilaranum hér að ofan. „Evrópumálin verða snúin og það er alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að þurfa að taka okkur langan tíma til að fá skýrar línur í þetta og sjá hvort að þetta takist. Það eru bara tveir valkostir, annaðhvort ná þessir flokkar saman eða færa umboðið annað,“ sagði Þorgerður Katrín og leit á Katrínu. Lilja Dögg greip þetta á lofti og sagði að það væri stórundarlegt ef Viðreisn ætlaði sér að veita afslætti af kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB. „Viðreisn er stofnaður utan um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef að það verður gefinn afsláttur af því er það stórundarlegt. Það eru fullt af aðilum sem kusu Viðreisn sem kusu áður Samfylkinguna vegna nákvæmlega þessa máls,“ sagði Lilja.Bjarni Benediktsson.Vísir/ErnirEvrópumálin send til þingsins? Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, greip á inn í og vísaði til þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að Evrópumálin yrðu send til afgreiðslu þingsins. Katrín sagði þetta óneitanlega vera athyglisverða yfirlýsingu og velti fyrir sér merkingu hennar. „Í svona prinsipp-máli, ég ætti nú að þekkja það hafandi verið í ríkisstjórn sem fjallaði örlítið um um Evrópusambandið og örlög hennar réðust dálítið af því veltir maður því fyrir sér hvað þessi yfirlýsing merkir. Að þingið muni taka yfir málið, þýðir það að eigi að koma fram einhver tillaga í þinginu sem dagi uppi eða á leggja það á stjórnarandstöðuna að leysa úr því?,“ spurði Katrín. Við það bað Þorgerður Katrín þær stöllur um að fara ekki fram úr sér, stjórnarmyndunarviðræðurnar væru nýhafnar og í þessum málum ætti að anda rólega og sjá hvað kæmi út úr næstu dögum. Hún sagði þó ljóst að það þyrfti að klára þessi mál, þjóðin væri að kalla eftir því. „Það má alveg draga fram að það er alveg rétt að Evrópumálin skipta máli og það er þýðingarmikið fyrir okkur að klára þau. Við töluðum mjög skýrt að þjóðin ætti að ráða. Fólk vill fá skýrar línur. Það vill að málið sé klárað. Það er það sama og Katrín stendur frammi fyrir ef hún myndi leiða ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín. Við það hélt Heimir Már örlítinn samkvæmisleik þar sem hann bað þær um að ímynda sér hvað gerðist ef ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndu leggja fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi ESB-umsókn. Miðað við yfirlýsingar annarra flokka í kosningabaráttunni væri ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lítið gert til að stöðva slíka tillögu. Þetta greip Katrín á lofti og vísaði til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika? Það er það sem maður spyr sig að.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00 Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00
Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent