Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59