Katrín nálgast stjórnarmyndun með auðmýkt Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2016 18:30 Katrín Jakobsdóttir sagðist nálgast stjórnarmyndun með auðmýkt eftir að forseti Íslands veitti henni umboð til stjórnarmyndunar í dag. Hún ætlar að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka á morgun og segist helst vilja mynda fimm flokka ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna og Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom til Bessastaða seinnipartinn í gær og tilkynnti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands að hann hefði enga lengur til að ræða við um myndun meirihluta á Alþingi. En hann hafði þá haft stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð. Eftir það hafði forsetinn samband við Katrínu og boðaði hana til Bessastaða í dag, þar sem hann veitti henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. „Við ræddum um að þótt ekki mætti rasa um ráð fram þyrfti að hafa hraðar hendur. Hún sýndi því sjónarmiði mínu fullan skilning,“ sagði Guðni.Hvað eruð þið að tala um langan tíma sem hún gæti hugsanlega haft?„Við ræddum ekki beinlínis um beinn eindaga. Enda væri það ekki skynsamlegt. En við töluðum um að um helgina eða í síðasta lagi á mánudag, þriðjudag myndi Katrín hitta mig aftur að máli og segja mér hvernig gengi. Þótt auðvitað fylgist ég líka með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni.Forseti ekki með utanþingsstjórn í huga Forsetinn sagðist eins og aðrir Íslendingar vilja að mynduð yrði ríkisstjórn en hann hefði enga ástæðu til að ætla annað en Katrín og þeir sem hún talaði við gerðu sitt besta. Staðan væri snúin eftir kosningar. En síðast þegar ekki var hægt að mynda tveggja flokka stjórn var árið 1987 þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði loks þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Ertu með í bakhöndinni að forseti þurfi jafnvel að skoða aðra kosti t.d. eins og utanþingsstjórn ef ekki tekst vel til?„Það er alls ekki tímabært að fara að hugleiða þá kosti. Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á Íslandi. Það var fyrir lýðveldisstofnun. Þannig að við skulum láta hugmyndina um utanþingsstjórn lifa áfram í heimi sagnfræðinganna,“ sagði forseti Íslands. Eftir að hann hafði rætt við fréttamenn sagði Katrín ekkert launungarmál að hún hafi talað fyrir myndun fjölflokka stjórnar frá miðju til vinstri.Þú hefur auðvitað heyrt í leiðtogum annarra flokka á undanförnum vikum. Sýnist þér að það sé ríkur vilji hjá þeim til að ná saman með Vinstri grænum?„Ég held að allir flokkar geri sér grein fyrir að það er ábyrgðarhluti að reyna að mynda starfhæfa ríkistjórn í landinu,“ sagði Katrín.Er það annars Sjálfstæðisflokkurinn ef þér tekst þetta ekki, því það eru ekki margir möguleikar í stöðunni?„Það er svo sem hægt að fara í útreikninga á því. Þetta eru sjö flokkar og einhvern veginn þurfum við að ná þessu markmiði. Ég ætla ekki að segja fyrirfram nákvæmlega hvernig þetta fer. En það liggur fyrir að þetta hefur verið okkar fyrsta val en ég mun að sjálfsögðu fá að heyra í öllum,“ sagði formaðurinn. Ljóst væri að stefna þessara fimm flokka í ýmsum málum væri ólík.Hvaða stefnumál eru það sem þú heldur að verði erfiðast að ná saman um milli þessara fimm flokka?„Ég hugsa nú frekar um hvað hægt er að ná saman um og ég held að stóru málin snúist um hvernig við getum annars vegar tryggt aukinn jöfnuð í samfélaginu og hins vegar tryggt uppbyggingu heilbrigðis- og menntakerfis sem eru stórmál. Síðan hvernig við ætlum að takast á við mjög knýandi verkefni á sviði umhverfismála og nefni ég þá sérstaklega loftlagsmálin. En auðvitað erum við ekki sammála í öllum málum þessir flokkar frekar en aðrir flokkar. Við skulum bara fara yfir það þegar að því kemur,“ sagði Katrín. Frá Bessastöðum hélt Katrín til fundar við nýjan tíu manna þingflokk Vinstri grænna ásamt stjórn flokksins en hún ætlar að hefja viðræður við leiðtoga hinna flokkanna á morgun. Ljóst er að tíminn er farinn að þrýsta á myndun ríkisstjórnar. Nú eru aðeins sex vikur til áramóta. Það kom fram bæði hjá forseta Íslands og Katrínu Jakobsdóttur að Alþingi þurfi að fara að koma saman. Þar er brýnast að hefja vinnu við fjárlög næsta árs. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27 Katrín byrjar þreifingarnar snemma Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar mæta saman á fundinn. 16. nóvember 2016 16:24 Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. 16. nóvember 2016 13:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir sagðist nálgast stjórnarmyndun með auðmýkt eftir að forseti Íslands veitti henni umboð til stjórnarmyndunar í dag. Hún ætlar að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka á morgun og segist helst vilja mynda fimm flokka ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna og Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom til Bessastaða seinnipartinn í gær og tilkynnti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands að hann hefði enga lengur til að ræða við um myndun meirihluta á Alþingi. En hann hafði þá haft stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð. Eftir það hafði forsetinn samband við Katrínu og boðaði hana til Bessastaða í dag, þar sem hann veitti henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. „Við ræddum um að þótt ekki mætti rasa um ráð fram þyrfti að hafa hraðar hendur. Hún sýndi því sjónarmiði mínu fullan skilning,“ sagði Guðni.Hvað eruð þið að tala um langan tíma sem hún gæti hugsanlega haft?„Við ræddum ekki beinlínis um beinn eindaga. Enda væri það ekki skynsamlegt. En við töluðum um að um helgina eða í síðasta lagi á mánudag, þriðjudag myndi Katrín hitta mig aftur að máli og segja mér hvernig gengi. Þótt auðvitað fylgist ég líka með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni.Forseti ekki með utanþingsstjórn í huga Forsetinn sagðist eins og aðrir Íslendingar vilja að mynduð yrði ríkisstjórn en hann hefði enga ástæðu til að ætla annað en Katrín og þeir sem hún talaði við gerðu sitt besta. Staðan væri snúin eftir kosningar. En síðast þegar ekki var hægt að mynda tveggja flokka stjórn var árið 1987 þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði loks þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Ertu með í bakhöndinni að forseti þurfi jafnvel að skoða aðra kosti t.d. eins og utanþingsstjórn ef ekki tekst vel til?„Það er alls ekki tímabært að fara að hugleiða þá kosti. Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á Íslandi. Það var fyrir lýðveldisstofnun. Þannig að við skulum láta hugmyndina um utanþingsstjórn lifa áfram í heimi sagnfræðinganna,“ sagði forseti Íslands. Eftir að hann hafði rætt við fréttamenn sagði Katrín ekkert launungarmál að hún hafi talað fyrir myndun fjölflokka stjórnar frá miðju til vinstri.Þú hefur auðvitað heyrt í leiðtogum annarra flokka á undanförnum vikum. Sýnist þér að það sé ríkur vilji hjá þeim til að ná saman með Vinstri grænum?„Ég held að allir flokkar geri sér grein fyrir að það er ábyrgðarhluti að reyna að mynda starfhæfa ríkistjórn í landinu,“ sagði Katrín.Er það annars Sjálfstæðisflokkurinn ef þér tekst þetta ekki, því það eru ekki margir möguleikar í stöðunni?„Það er svo sem hægt að fara í útreikninga á því. Þetta eru sjö flokkar og einhvern veginn þurfum við að ná þessu markmiði. Ég ætla ekki að segja fyrirfram nákvæmlega hvernig þetta fer. En það liggur fyrir að þetta hefur verið okkar fyrsta val en ég mun að sjálfsögðu fá að heyra í öllum,“ sagði formaðurinn. Ljóst væri að stefna þessara fimm flokka í ýmsum málum væri ólík.Hvaða stefnumál eru það sem þú heldur að verði erfiðast að ná saman um milli þessara fimm flokka?„Ég hugsa nú frekar um hvað hægt er að ná saman um og ég held að stóru málin snúist um hvernig við getum annars vegar tryggt aukinn jöfnuð í samfélaginu og hins vegar tryggt uppbyggingu heilbrigðis- og menntakerfis sem eru stórmál. Síðan hvernig við ætlum að takast á við mjög knýandi verkefni á sviði umhverfismála og nefni ég þá sérstaklega loftlagsmálin. En auðvitað erum við ekki sammála í öllum málum þessir flokkar frekar en aðrir flokkar. Við skulum bara fara yfir það þegar að því kemur,“ sagði Katrín. Frá Bessastöðum hélt Katrín til fundar við nýjan tíu manna þingflokk Vinstri grænna ásamt stjórn flokksins en hún ætlar að hefja viðræður við leiðtoga hinna flokkanna á morgun. Ljóst er að tíminn er farinn að þrýsta á myndun ríkisstjórnar. Nú eru aðeins sex vikur til áramóta. Það kom fram bæði hjá forseta Íslands og Katrínu Jakobsdóttur að Alþingi þurfi að fara að koma saman. Þar er brýnast að hefja vinnu við fjárlög næsta árs.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27 Katrín byrjar þreifingarnar snemma Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar mæta saman á fundinn. 16. nóvember 2016 16:24 Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. 16. nóvember 2016 13:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09
Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27
Katrín byrjar þreifingarnar snemma Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar mæta saman á fundinn. 16. nóvember 2016 16:24
Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. 16. nóvember 2016 13:50