Reynt að bjarga tugum þúsunda barnslífa Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Konur og börn bíða aðstoðar við næringarstöð á vegum UNICEF í Muna í útjaðri bæjarins Maiduguri í Borno-héraði í Nígeríu. Þessi mynd er tekin í september en þar í búðunum er athvarf fyrir um 16 þúsund manns. Nordicphotos/AFP Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira