Katrín fundar með fjórum flokksleiðtogum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2016 09:20 Katrín Jakobsdóttir fundar með leiðtogum fjögurra flokka dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með leiðtogum fjögurra flokka á Alþingi klukkan 13 í dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta verður fyrsti sameiginlegi fundur flokkanna um myndun stjórnar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunar síðast liðinn miðvikudag. En Katrín fundaði með leiðtogum flokkanna hverjum fyrir sig á fimmtudag og var í símasambandi við þá í gær og fundaði einnig með þingflokki sínum. Reiknað er með að leiðtogarnir taki með sér einn annan fulltrúa hver um sig á fundinn. Katrín mun gera forseta Íslands grein fyrir stöðunni í viðræðunum á mánudag eða þriðjudag. En þegar hann veitti henni umboðið sagði hann að Katrín yrði að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. Bæði forsetinn og Katrín sögðu á Bessastöðum á miðvikudag að Alþingi þyrfti að fara að koma saman, enda rétt rúmar fimm vikur til áramóta og fjárlög óafgreidd. Alþingi getur komið saman þótt ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. En samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem hefur mesta þingreynslu fyrstu fundum Alþingis og í þetta skipti verður það Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Búist er við að fundurinn í dag taki um tvær klukkustundir og að honum loknum ætlar Katrín að ræða við þingflokk sinn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með leiðtogum fjögurra flokka á Alþingi klukkan 13 í dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta verður fyrsti sameiginlegi fundur flokkanna um myndun stjórnar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunar síðast liðinn miðvikudag. En Katrín fundaði með leiðtogum flokkanna hverjum fyrir sig á fimmtudag og var í símasambandi við þá í gær og fundaði einnig með þingflokki sínum. Reiknað er með að leiðtogarnir taki með sér einn annan fulltrúa hver um sig á fundinn. Katrín mun gera forseta Íslands grein fyrir stöðunni í viðræðunum á mánudag eða þriðjudag. En þegar hann veitti henni umboðið sagði hann að Katrín yrði að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. Bæði forsetinn og Katrín sögðu á Bessastöðum á miðvikudag að Alþingi þyrfti að fara að koma saman, enda rétt rúmar fimm vikur til áramóta og fjárlög óafgreidd. Alþingi getur komið saman þótt ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. En samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem hefur mesta þingreynslu fyrstu fundum Alþingis og í þetta skipti verður það Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Búist er við að fundurinn í dag taki um tvær klukkustundir og að honum loknum ætlar Katrín að ræða við þingflokk sinn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00