Fyrrverandi ráðherra segir fjölflokkastjórn geta skilað miklum árangri Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2016 20:07 Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson. Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson.
Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira