Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:41 Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson. vísir/friðrik þór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23