Verður austurrísk dramatík hjá landsliði Íslands annað sumarið í röð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:45 Sigurmarkm Arnórs Ingva Traustasonar. Vísir/Getty Ísland á annað sumarið í röð lið í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Í fyrra voru það strákarnir okkar sem unnu hug og hjörtu heimsins á EM í Frakklandi og næsta sumar fá stelpurnar tækifæri til að sýna úr hverju þær eru gerðar á EM kvenna í Hollandi. Ísland verður í C-riðli á EM kvenna í Hollandi og í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki. Stelpurnar byrja á móti Frakklandi en enda á móti Austurríki. Það ætti að vekja upp góðar minningar hjá íslenskum knattspyrnuáhugafólki því lokaleikur strákanna okkar á EM í Frakklandi var einmitt á móti Austurríki. Enginn Íslendingur gleymir því örugglega ekki í bráð þegar Ísland náði skyndisókn í uppbótartíma í Austurríkisleiknum í París og varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að tryggja Íslandi 2-1 sigur og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin og Víkingaklappið hjá leikmönnum og stuðningsmönnum í leikslok sáu til þess að íslenska landsliðið átti sviðsljósið í fótboltaheiminum. Frækin frammistaða á móti Englendingum sá svo til þess að stór hluti heimsins þekkti íslenska fótboltaævintýrið. Kvennalið Íslands og Austurríkis hafa aldrei mæst á knattspyrnuvellinum en Austurríki er í 25. sæti FIFA-listans og hefur gengi liðsins farið vaxandi undanfarin ár. Þetta er í fyrsta skipti sem Austurríki leikur á stórmóti í kvennaknattspyrnu en minnstu munaði að liðið næði að tryggja sig á HM í Kanada og á EM í Svíþjóð. Ísland og Sviss hafa mæst sjö sinnum og þetta verður tíundi leikur kvennalandsliða Íslands og Frakklands. Frakkland er í 3. sæti á FIFA-listanum en Sviss er sem stendur í 16. sæti FIFA-listans. Ísland hefur aðeins unnið Frakka einu sinni eða þegar Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2009. Síðasti sigur Íslands á Sviss var árið 1985. Liðin mættust í undankeppni HM 2015 en þá vann Sviss báðar viðureignir liðanna, 0-2 á Laugardalsvelli, og 3-0 í Sviss. EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur "Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir Una Kristín Stefánsdóttir. "En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“ 26. júní 2016 09:30 Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Foreldrarnir misstu af augnabliki Arnórs Ingva því þau voru á leiðinni á annað stórmót Voru í flugvél þegar fyrri hálfleikur hófst en náðu þeim seinni heima í stofu þar sem allt varð vitlaust. 26. júní 2016 13:00 Arnór Ingvi tryggði landa sínum fjórar milljónir króna Hoppaði væntanlega hæð sína í lofti. 24. júní 2016 11:15 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Arnór um sigurmarkið: Ég er enn að átta mig Segir að hann hafi upplifað tilfinningu sem hann hafi ekki fundið fyrir áður þegar hann tryggði Íslandi sigur á Austurríki. 24. júní 2016 12:45 Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Ísland á annað sumarið í röð lið í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Í fyrra voru það strákarnir okkar sem unnu hug og hjörtu heimsins á EM í Frakklandi og næsta sumar fá stelpurnar tækifæri til að sýna úr hverju þær eru gerðar á EM kvenna í Hollandi. Ísland verður í C-riðli á EM kvenna í Hollandi og í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki. Stelpurnar byrja á móti Frakklandi en enda á móti Austurríki. Það ætti að vekja upp góðar minningar hjá íslenskum knattspyrnuáhugafólki því lokaleikur strákanna okkar á EM í Frakklandi var einmitt á móti Austurríki. Enginn Íslendingur gleymir því örugglega ekki í bráð þegar Ísland náði skyndisókn í uppbótartíma í Austurríkisleiknum í París og varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að tryggja Íslandi 2-1 sigur og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin og Víkingaklappið hjá leikmönnum og stuðningsmönnum í leikslok sáu til þess að íslenska landsliðið átti sviðsljósið í fótboltaheiminum. Frækin frammistaða á móti Englendingum sá svo til þess að stór hluti heimsins þekkti íslenska fótboltaævintýrið. Kvennalið Íslands og Austurríkis hafa aldrei mæst á knattspyrnuvellinum en Austurríki er í 25. sæti FIFA-listans og hefur gengi liðsins farið vaxandi undanfarin ár. Þetta er í fyrsta skipti sem Austurríki leikur á stórmóti í kvennaknattspyrnu en minnstu munaði að liðið næði að tryggja sig á HM í Kanada og á EM í Svíþjóð. Ísland og Sviss hafa mæst sjö sinnum og þetta verður tíundi leikur kvennalandsliða Íslands og Frakklands. Frakkland er í 3. sæti á FIFA-listanum en Sviss er sem stendur í 16. sæti FIFA-listans. Ísland hefur aðeins unnið Frakka einu sinni eða þegar Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2009. Síðasti sigur Íslands á Sviss var árið 1985. Liðin mættust í undankeppni HM 2015 en þá vann Sviss báðar viðureignir liðanna, 0-2 á Laugardalsvelli, og 3-0 í Sviss.
EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur "Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir Una Kristín Stefánsdóttir. "En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“ 26. júní 2016 09:30 Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Foreldrarnir misstu af augnabliki Arnórs Ingva því þau voru á leiðinni á annað stórmót Voru í flugvél þegar fyrri hálfleikur hófst en náðu þeim seinni heima í stofu þar sem allt varð vitlaust. 26. júní 2016 13:00 Arnór Ingvi tryggði landa sínum fjórar milljónir króna Hoppaði væntanlega hæð sína í lofti. 24. júní 2016 11:15 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Arnór um sigurmarkið: Ég er enn að átta mig Segir að hann hafi upplifað tilfinningu sem hann hafi ekki fundið fyrir áður þegar hann tryggði Íslandi sigur á Austurríki. 24. júní 2016 12:45 Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur "Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir Una Kristín Stefánsdóttir. "En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“ 26. júní 2016 09:30
Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00
60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45
Foreldrarnir misstu af augnabliki Arnórs Ingva því þau voru á leiðinni á annað stórmót Voru í flugvél þegar fyrri hálfleikur hófst en náðu þeim seinni heima í stofu þar sem allt varð vitlaust. 26. júní 2016 13:00
Arnór Ingvi tryggði landa sínum fjórar milljónir króna Hoppaði væntanlega hæð sína í lofti. 24. júní 2016 11:15
Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29
Arnór um sigurmarkið: Ég er enn að átta mig Segir að hann hafi upplifað tilfinningu sem hann hafi ekki fundið fyrir áður þegar hann tryggði Íslandi sigur á Austurríki. 24. júní 2016 12:45
Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00