Grátklökkir glænýir þingmenn Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2016 12:55 Hér getur að líta mynd af nýju þingmönnunum. Fyrir liggur að reynsluleysi mun einkenna þingstörfin á næstunni en þetta fólk ætlar ekki að bregðast landslýð ef marka má tilfinningaþrungnar yfirlýsingar á Facebook. Vísir skautaði yfir Facebook og komst að því að nýir þingmenn ætla ekki að bregðast traustinu. Þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn. Ef marka má þau orð geta landsmenn sofið rólegir þrátt fyrir að reynsluleysi muni einkenna þingstörf á næstunni.Alger umskipti verða á þingheimi eftir nýafstaðnar kosningar. Helmingur þingheims er fólk sem hefur ekki setið á þingi áður. Ef marka má Facebooksíður hinna nýju þingmanna kemur í ljós að þeir eru flestir hverjir þakklátir og nánast í geðshræringu, klökkir og hvergi sparir á fróm fyrirheit. Einn þeirra ætlar að ganga í það verk að þrífa híbýli sín hátt og lágt eftir strembna kosningabaráttu.Stolt og hrærðÞeir eru þó margir sem ekki hafa hugað að sínum Facebookvegg eftir strembna kosninganótt.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir Sjálfstæðisflokki hefur ekki komist til að tjá sig á Facebook eftir að niðurstaðan lá fyrir en það hefur Píratinn Eva Pandora Baldursdóttir hins vegar gert:Eva Pandora er stolt og hrærð yfir að hafa fengið þingmannssæti.„Í gær dressaði fjölskyldan sig upp og fór á kjörstað. Þetta voru fyrstu kosningar sem ég tók þátt í ekki aðeins sem kjósandi heldur einnig sem frambjóðandi. Ég vil þakka kjósendum í NV kjördæmi innilega fyrir stuðninginn. Ég er stolt og hrærð yfir að hafa fengið þingmannssæti. Það er hvers manns heiður að vera kjörinn á Alþingi og mun ég gera mitt besta til að stuðla að betra Íslandi. Nú þegar úrslitin hafa verið gerð kunnug vil ég nota tækifærið og óska einnig öllum þeim sem fengu þingsæti til hamingju og jafnframt minna á að við erum, þrátt fyrir allt, í sama liði sem ætlar að stuðla að bættum hag samfélagsins alls. #kosningar #wecandothis #xpiratar“Ég fékk þingsæti. Vá!Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðismaður, Guðjón S. Brjánsson Samfylkingarmaður og Páll Magnússon hafa ekki enn splæst kveðju á vini sína á Facebook en það hefur hins vegar Píratinn Smári MacCarthy gert:Smári: Ég fékk þingsæti. Vá.„Ég fékk þingsæti. Vá. Takk kærlega fyrir mig, Suðurkjördæmi! Ég mun ekki bregðast ykkur. Nú er að skoða stöðuna, rýna í tölurnar, og sjá hvað er mögulegt. Mér finnst magnað að Píratar náðu að rúmlega þrefalda þingstyrk sinn. Miklu fleiri möguleikar í stöðunni í dag en voru í gær!“Knöpp skilaboð Ari Trausti Guðmundsson Vinstri grænum er hins vegar öllu vanur og hann þarf færri orð: „Bestu þakkir til allra sem senda hamingjuóskir hingað í kotið. Þær ylja.“Jóna Sólveig Elínardóttir Viðreisn hefur ekki komist til þess að safna tilfinningum sínum saman á Facebook. Nýjasta nýtt frá henni er mynd af henni sjálfri ásamt vinkonu sinni: „Þreyttar en hrikalega hressar! #kosningar #Viðreisn“Theodóra S. Þorsteinsdóttir Bjartri framtíð er ánægð: „Kjósendur í Suðvesturkjördæmi komu mér hressilega á óvart. Yfir 10% kusu Bjarta framtíð í kjördæminu og sendu mig á þing. Eitthvað svo mögnuð staða og ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér fyrir örfáum árum síðan. Takk!“Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn er nýr þingmaður sem ekki hefur enn tjáð sig á Facebook eftir að niðurstaðan lá fyrir né heldur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Príati. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokki er ekki orðmörg: „Orðlaus. Takk!“Þorsteinn Víglundsson í Viðreisn hefur ekki tjáð sig eftir að niðurstaðan lá fyrir. Né flokksystir hennar Hanna Katrín Friðriksson en hamingjuóskir vina hrannast inn á vegg hennar.Mun standa í þrifum í dag Kolbeinn Óttarsson Proppé í Vinstri grænum er hins vegar nánast klökkur á Facebooksíðu sinni.Kolbeinn mun standa í þrifum í dag.„Þar sem ég vakna, til að fara á minn vikulega fund nú klukkan níu, rennur það ljós upp fyrir mér að ég er orðinn þingmaður. Það er ansi magnað og tekur líklega einhverja stund fyrir mig að gera mér almennilega grein fyrir því. Ég hef reynt að hugsa sem minnst um það að það gæti gerst og einbeita mér að því að tala sem best fyrir stefnu Vinstri grænna, án þess að velta minni stöðu fyrir mér. Það hefur tekist svo vel, að ég efast um að ég átti mig á því að ég sé á leið á þing fyrr en ég stíg inn fyrir dyr Alþingishússins. Ég er auðmjúkur og þakklátur yfir þessu öllu saman og vildi að ég gæti persónulega þakkað öllum sem treysta mér fyrir því að taka sæti á Alþingi. Vinstri græn mega vel við una, þó ég játi að ég hefði frekar viljað sjá þær tölur lifa sem við vorum með þegar ég fór að sofa. Það verður nóg að gera hjá nýjum þingmanni og víða þarf að taka til hendinni, enda hef ég ekkert komist í heimilisverkin undanfarið sökum anna. Í dag mun ég því þrífa húsið hátt og lágt, þvo þvott og hjálpa til við flutninga. Lífið heldur sem sagt áfram, en munið að lífið er ljúft.“Mössum þetta!Annar nýr þingmaður sem hefur tjáð sig á Facebook er Píratinn Gunnar Hrafn Jónsson.Gunnar Hrafn ætlar ekki að bregðast traustinu.„Ég er orðinn þingmaður. Vó! Takk kærlega og innilega, ég mun ekki bregðast traustinu. Ég get ekki ennþá tjáð mig um hvað gerist næst en það er í það minnsta orðið ljóst að við verðum hávær rödd á næsta þingi. Mössum þetta! Ég óska öðrum nýkjörnum þingmönnum til hamingju og hvet þá til að virða þjóðarviljann með því að ganga strax í að endurreisa heilbrigðiskerfið og endurskoða stjórnarskrá Íslands. Vinnum saman!“ Áður hafði Gunnar Hrafn sagt að í sumar hefði það hljómað sem einkennilegur „draumur sem maður fær eftir að borða of mikinn ost fyrir svefninn: "Eftir nokkrar vikur átt þú eftir að vera í beinni útsendingu á kosningavöku að skreyta köku með Árna Páli og Þorgerði Katrínu. Svo mætir Jói Fel á svæðið og dissar þig. En það verður allt í lagi því seinna um kvöldið verður þú kosinn á þing. Verst samt að Össur Skarphéðinsson dettur um leið út af þingi og þú breytist í múrmeldýr." - just one of those things is wrong.“Formleg í fasi á FacebookLilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknarflokki er nýr þingmaður þó hún þekki þingið vel eftir að hafa gengt stöðu utanríkisráðherra undanfarnar vikurnar. Hún er formleg í fasi á Facebook.Fögnuður Lilju Daggar á Facebook er hófstilltur.„Kæru vinir og félagar! Miðað við skoðanakannanir þá hefur Framsóknarflokkurinn unnið varnarsigur. Við fundum fyrir meðbyr á lokasprettinum vegna þeirra málefna sem við töluðum fyrir og þess árangurs sem náðst hefur á kjörtímabilinu. Ljóst er að Framsókn á fullt erindi í íslenskum stjórnmálum. Hringinn í kringum landið lögðu Framsóknarmenn mikið á sig til að vinna flokknum fylgi. Það starf er óeigingjarnt og skilaði sér í góðri og heiðarlegri baráttu. Þetta er áminning um það að flokkurinn er sterkur þegar á reynir. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegt framlag. Einnig er ég mjög þakklát fyrir stuðninginn hér í Reykjavík og að vera orðinn þingmaður. Kær kveðja, Lilja“Takk fyrir að kjósa mig á þingSvo mörg voru þau orð. Nýjasta nýtt hjá Nichole Leigh Mosty í Bjartri framtíð á hennar Facebookvegg er: „Ég held að ég ætla að treysta á þetta sem síðasta orð kvöldsins... sjá til hvað morgun daginn færi mig.“ Hún vísar í frétt mbl.is þar sem segir að Óttarr Proppé sé eini karlinn í þingliði BF og jafnframt það að Nichole sé inni.Pawel Bartozsek Viðreisn er kátur en uppgefinn eftir að hafa verið á hringekju uppbótarþingmanna lengstum nætur: „„Þetta var löng nótt,“ segir Pawel og sendir mynd af sér þar sem segir: „Takk fyrir að kjósa mig á þing.“Njáll Trausti Friðbergsson Sjálfstæðisflokki er enn einn nýr þingmaðurinn og hann hefur ekki komið því við að kasta kveðju á Facebookvini sína eftir spennuþrungna nótt.Takk elskurnar mínar Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Pírötum er í talsverðri geðshræringu og hann ritar sæmilega langan þakkarpistil á sína Facebooksíðu sem hann hefur á spurningunni: Hvernig þakkar maður fyrir sig?Einar Aðalsteinn fer létt með það að vera einlægur á Facebook.right„Undanfarnir mánuðir hafa verið þeir örlagaríkustu í lífi mínu, held ég megi segja. Mig óraði ekki fyrir því þegar ég fór á fyrsta fund Pírata á Norðausturlandi 6. febrúar sl. að ég ætti eftir að taka sæti á Alþingi fyrir þeirra hönd níu mánuðum síðar. Ég neita því ekki að ég velti stundum vöngum yfir því hversu miklu einfaldara líf mitt hefði verið ef ég hefði ekki stigið þetta örlagaríka skref, en ég hef sjaldnast valið auðveldu leiðina og sé svo sannarlega ekki eftir neinu,“ segir Einar og þakkar þeim sem komu að málum. Segir þá: „Ég get fullvissað alla þá sem komið hafa að þessu ævintýri að ég mun gera mitt besta til að standa undir þeim væntingum sem til mín eru gerðar. Takk, elskurnar mínar, fyrir óeigingjarnt framlag ykkar til að koma mér á þennan stað!!! Ykkar, Einar Brynjólfsson“Benedikt þrengir möguleikaSíðastur á lista yfir nýja þingmenn í þessari samantekt er maðurinn sem allra augu beinast nú að, sá sem hefur í hendi sér hvernig næsta ríkisstjórn verður saman skrúfuð. Nefnilega formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson. Hann hefur, eftir að úrslit lágu fyrir, ekki tjáð sig á Facebook. Enda, hefur hann vart haft tíma til þess því hann hefur verið í sjónvarpsviðtölum í alla nótt og í dag. Þar hefur hann útilokað samstarf við stjórnarflokkanna, eins og hann hefur áður sagt og hann útilokar jafnframt fimm flokka stjórn sem þá myndi halla sér til vinstri. Staðan í dag, hvað varðar stjórnarmyndun hefur því flækst og virðist stefna í stjórnarkreppu. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Þessi duttu út af þingi: Össur, Sigríður Inga og Willum Þór öll úti Mikil þingreynsla er horfin úr þingflokki Samfylkingarinnar miðað við úrslit kosninganna. 30. október 2016 10:00 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Vísir skautaði yfir Facebook og komst að því að nýir þingmenn ætla ekki að bregðast traustinu. Þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn. Ef marka má þau orð geta landsmenn sofið rólegir þrátt fyrir að reynsluleysi muni einkenna þingstörf á næstunni.Alger umskipti verða á þingheimi eftir nýafstaðnar kosningar. Helmingur þingheims er fólk sem hefur ekki setið á þingi áður. Ef marka má Facebooksíður hinna nýju þingmanna kemur í ljós að þeir eru flestir hverjir þakklátir og nánast í geðshræringu, klökkir og hvergi sparir á fróm fyrirheit. Einn þeirra ætlar að ganga í það verk að þrífa híbýli sín hátt og lágt eftir strembna kosningabaráttu.Stolt og hrærðÞeir eru þó margir sem ekki hafa hugað að sínum Facebookvegg eftir strembna kosninganótt.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir Sjálfstæðisflokki hefur ekki komist til að tjá sig á Facebook eftir að niðurstaðan lá fyrir en það hefur Píratinn Eva Pandora Baldursdóttir hins vegar gert:Eva Pandora er stolt og hrærð yfir að hafa fengið þingmannssæti.„Í gær dressaði fjölskyldan sig upp og fór á kjörstað. Þetta voru fyrstu kosningar sem ég tók þátt í ekki aðeins sem kjósandi heldur einnig sem frambjóðandi. Ég vil þakka kjósendum í NV kjördæmi innilega fyrir stuðninginn. Ég er stolt og hrærð yfir að hafa fengið þingmannssæti. Það er hvers manns heiður að vera kjörinn á Alþingi og mun ég gera mitt besta til að stuðla að betra Íslandi. Nú þegar úrslitin hafa verið gerð kunnug vil ég nota tækifærið og óska einnig öllum þeim sem fengu þingsæti til hamingju og jafnframt minna á að við erum, þrátt fyrir allt, í sama liði sem ætlar að stuðla að bættum hag samfélagsins alls. #kosningar #wecandothis #xpiratar“Ég fékk þingsæti. Vá!Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðismaður, Guðjón S. Brjánsson Samfylkingarmaður og Páll Magnússon hafa ekki enn splæst kveðju á vini sína á Facebook en það hefur hins vegar Píratinn Smári MacCarthy gert:Smári: Ég fékk þingsæti. Vá.„Ég fékk þingsæti. Vá. Takk kærlega fyrir mig, Suðurkjördæmi! Ég mun ekki bregðast ykkur. Nú er að skoða stöðuna, rýna í tölurnar, og sjá hvað er mögulegt. Mér finnst magnað að Píratar náðu að rúmlega þrefalda þingstyrk sinn. Miklu fleiri möguleikar í stöðunni í dag en voru í gær!“Knöpp skilaboð Ari Trausti Guðmundsson Vinstri grænum er hins vegar öllu vanur og hann þarf færri orð: „Bestu þakkir til allra sem senda hamingjuóskir hingað í kotið. Þær ylja.“Jóna Sólveig Elínardóttir Viðreisn hefur ekki komist til þess að safna tilfinningum sínum saman á Facebook. Nýjasta nýtt frá henni er mynd af henni sjálfri ásamt vinkonu sinni: „Þreyttar en hrikalega hressar! #kosningar #Viðreisn“Theodóra S. Þorsteinsdóttir Bjartri framtíð er ánægð: „Kjósendur í Suðvesturkjördæmi komu mér hressilega á óvart. Yfir 10% kusu Bjarta framtíð í kjördæminu og sendu mig á þing. Eitthvað svo mögnuð staða og ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér fyrir örfáum árum síðan. Takk!“Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn er nýr þingmaður sem ekki hefur enn tjáð sig á Facebook eftir að niðurstaðan lá fyrir né heldur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Príati. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokki er ekki orðmörg: „Orðlaus. Takk!“Þorsteinn Víglundsson í Viðreisn hefur ekki tjáð sig eftir að niðurstaðan lá fyrir. Né flokksystir hennar Hanna Katrín Friðriksson en hamingjuóskir vina hrannast inn á vegg hennar.Mun standa í þrifum í dag Kolbeinn Óttarsson Proppé í Vinstri grænum er hins vegar nánast klökkur á Facebooksíðu sinni.Kolbeinn mun standa í þrifum í dag.„Þar sem ég vakna, til að fara á minn vikulega fund nú klukkan níu, rennur það ljós upp fyrir mér að ég er orðinn þingmaður. Það er ansi magnað og tekur líklega einhverja stund fyrir mig að gera mér almennilega grein fyrir því. Ég hef reynt að hugsa sem minnst um það að það gæti gerst og einbeita mér að því að tala sem best fyrir stefnu Vinstri grænna, án þess að velta minni stöðu fyrir mér. Það hefur tekist svo vel, að ég efast um að ég átti mig á því að ég sé á leið á þing fyrr en ég stíg inn fyrir dyr Alþingishússins. Ég er auðmjúkur og þakklátur yfir þessu öllu saman og vildi að ég gæti persónulega þakkað öllum sem treysta mér fyrir því að taka sæti á Alþingi. Vinstri græn mega vel við una, þó ég játi að ég hefði frekar viljað sjá þær tölur lifa sem við vorum með þegar ég fór að sofa. Það verður nóg að gera hjá nýjum þingmanni og víða þarf að taka til hendinni, enda hef ég ekkert komist í heimilisverkin undanfarið sökum anna. Í dag mun ég því þrífa húsið hátt og lágt, þvo þvott og hjálpa til við flutninga. Lífið heldur sem sagt áfram, en munið að lífið er ljúft.“Mössum þetta!Annar nýr þingmaður sem hefur tjáð sig á Facebook er Píratinn Gunnar Hrafn Jónsson.Gunnar Hrafn ætlar ekki að bregðast traustinu.„Ég er orðinn þingmaður. Vó! Takk kærlega og innilega, ég mun ekki bregðast traustinu. Ég get ekki ennþá tjáð mig um hvað gerist næst en það er í það minnsta orðið ljóst að við verðum hávær rödd á næsta þingi. Mössum þetta! Ég óska öðrum nýkjörnum þingmönnum til hamingju og hvet þá til að virða þjóðarviljann með því að ganga strax í að endurreisa heilbrigðiskerfið og endurskoða stjórnarskrá Íslands. Vinnum saman!“ Áður hafði Gunnar Hrafn sagt að í sumar hefði það hljómað sem einkennilegur „draumur sem maður fær eftir að borða of mikinn ost fyrir svefninn: "Eftir nokkrar vikur átt þú eftir að vera í beinni útsendingu á kosningavöku að skreyta köku með Árna Páli og Þorgerði Katrínu. Svo mætir Jói Fel á svæðið og dissar þig. En það verður allt í lagi því seinna um kvöldið verður þú kosinn á þing. Verst samt að Össur Skarphéðinsson dettur um leið út af þingi og þú breytist í múrmeldýr." - just one of those things is wrong.“Formleg í fasi á FacebookLilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknarflokki er nýr þingmaður þó hún þekki þingið vel eftir að hafa gengt stöðu utanríkisráðherra undanfarnar vikurnar. Hún er formleg í fasi á Facebook.Fögnuður Lilju Daggar á Facebook er hófstilltur.„Kæru vinir og félagar! Miðað við skoðanakannanir þá hefur Framsóknarflokkurinn unnið varnarsigur. Við fundum fyrir meðbyr á lokasprettinum vegna þeirra málefna sem við töluðum fyrir og þess árangurs sem náðst hefur á kjörtímabilinu. Ljóst er að Framsókn á fullt erindi í íslenskum stjórnmálum. Hringinn í kringum landið lögðu Framsóknarmenn mikið á sig til að vinna flokknum fylgi. Það starf er óeigingjarnt og skilaði sér í góðri og heiðarlegri baráttu. Þetta er áminning um það að flokkurinn er sterkur þegar á reynir. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegt framlag. Einnig er ég mjög þakklát fyrir stuðninginn hér í Reykjavík og að vera orðinn þingmaður. Kær kveðja, Lilja“Takk fyrir að kjósa mig á þingSvo mörg voru þau orð. Nýjasta nýtt hjá Nichole Leigh Mosty í Bjartri framtíð á hennar Facebookvegg er: „Ég held að ég ætla að treysta á þetta sem síðasta orð kvöldsins... sjá til hvað morgun daginn færi mig.“ Hún vísar í frétt mbl.is þar sem segir að Óttarr Proppé sé eini karlinn í þingliði BF og jafnframt það að Nichole sé inni.Pawel Bartozsek Viðreisn er kátur en uppgefinn eftir að hafa verið á hringekju uppbótarþingmanna lengstum nætur: „„Þetta var löng nótt,“ segir Pawel og sendir mynd af sér þar sem segir: „Takk fyrir að kjósa mig á þing.“Njáll Trausti Friðbergsson Sjálfstæðisflokki er enn einn nýr þingmaðurinn og hann hefur ekki komið því við að kasta kveðju á Facebookvini sína eftir spennuþrungna nótt.Takk elskurnar mínar Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Pírötum er í talsverðri geðshræringu og hann ritar sæmilega langan þakkarpistil á sína Facebooksíðu sem hann hefur á spurningunni: Hvernig þakkar maður fyrir sig?Einar Aðalsteinn fer létt með það að vera einlægur á Facebook.right„Undanfarnir mánuðir hafa verið þeir örlagaríkustu í lífi mínu, held ég megi segja. Mig óraði ekki fyrir því þegar ég fór á fyrsta fund Pírata á Norðausturlandi 6. febrúar sl. að ég ætti eftir að taka sæti á Alþingi fyrir þeirra hönd níu mánuðum síðar. Ég neita því ekki að ég velti stundum vöngum yfir því hversu miklu einfaldara líf mitt hefði verið ef ég hefði ekki stigið þetta örlagaríka skref, en ég hef sjaldnast valið auðveldu leiðina og sé svo sannarlega ekki eftir neinu,“ segir Einar og þakkar þeim sem komu að málum. Segir þá: „Ég get fullvissað alla þá sem komið hafa að þessu ævintýri að ég mun gera mitt besta til að standa undir þeim væntingum sem til mín eru gerðar. Takk, elskurnar mínar, fyrir óeigingjarnt framlag ykkar til að koma mér á þennan stað!!! Ykkar, Einar Brynjólfsson“Benedikt þrengir möguleikaSíðastur á lista yfir nýja þingmenn í þessari samantekt er maðurinn sem allra augu beinast nú að, sá sem hefur í hendi sér hvernig næsta ríkisstjórn verður saman skrúfuð. Nefnilega formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson. Hann hefur, eftir að úrslit lágu fyrir, ekki tjáð sig á Facebook. Enda, hefur hann vart haft tíma til þess því hann hefur verið í sjónvarpsviðtölum í alla nótt og í dag. Þar hefur hann útilokað samstarf við stjórnarflokkanna, eins og hann hefur áður sagt og hann útilokar jafnframt fimm flokka stjórn sem þá myndi halla sér til vinstri. Staðan í dag, hvað varðar stjórnarmyndun hefur því flækst og virðist stefna í stjórnarkreppu.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Þessi duttu út af þingi: Össur, Sigríður Inga og Willum Þór öll úti Mikil þingreynsla er horfin úr þingflokki Samfylkingarinnar miðað við úrslit kosninganna. 30. október 2016 10:00 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28
Þessi duttu út af þingi: Össur, Sigríður Inga og Willum Þór öll úti Mikil þingreynsla er horfin úr þingflokki Samfylkingarinnar miðað við úrslit kosninganna. 30. október 2016 10:00
Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14
Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent