Innlent

Árni Páll sér ekki eftir einni stund

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Páll beið lægri hlut í formannskosningu gegn Oddnýju Harðar. Hann hverfur nú af þingi.
Árni Páll beið lægri hlut í formannskosningu gegn Oddnýju Harðar. Hann hverfur nú af þingi. Vísir/Anton Brink
Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, náði ekki kjöri á Alþingi í kosningunum í nótt. Samfylkingin fékk þrjá menn inn á þing og engan í Suðvesturkjördæmi þar sem Árni bauð fram.

Það eru forréttindi að fá að starfa á Alþingi Íslendinga og fá að vinna fyrir fólk að þjóðþrifamálum. Ég sendi öllum nýkjörnum þingmönnum hamingjuóskir og bið þeim allrar blessunar í vandasömum störfum á þessu kjörtímabili,“ segir Árni í færslu á Facebook.

„Ég er gæfumaður að hafa fengið traust ykkar til að sitja á Alþingi og í ríkisstjórn og leiða Samfylkinguna. Hugmyndin um umburðarlynda og frjálslynda fjöldahreyfingu fyrir hagsmunum venjulegs fólks heillaði mig svo að ég varði fjöldamörgum árum í hennar þágu og sé ekki eftir einni stund. Nú er þessum kafla lokið og ég þakka traustið, samvinnuna og viðkynninguna við ykkur öll.“

Árni Páll er ekki eini reyndi þingmaðurinn úr röðum Samfylkingarinnar sem hverfur af vettvangi. Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir komust sömuleiðis ekki inn á þing að ógleymdum Össuri Skarphéðinssyni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×