Að eignast eða eignast ekki börn, hugleiðing um ófrjósemi Helga Björg Arnardóttir skrifar 20. október 2016 13:15 Að eignast eða eignast ekki börn, er spurning sem flestir standa frammi fyrir einhvern tíma á ævinni. Það reynist því miður samt all nokkrum fjölda fólks erfiðara að eignast börnin en að svara spurningunni. Hvað gerir maður í þeirri stöðu? Jú, maður leitar sér aðstoðar. Ég var ein af þeim. Ég var búin að tikka í boxið „eignast barn“ í huganum, við hjónin búin að reyna framkvæmdahliðina á því í tvö ár áður en við stóðum fyrir framan Art Medica, tilbúin til að taka næsta skref. Á þeim tíma, eins og nú, var þetta eini valkosturinn hérlendis fyrir mig að fá aðstoð. Gott og vel. Í þeirri eins og hálfs árs samvinnu sem ég átti með Art Medica vann ég stóra lottóvinninginn, til varð barn. Ég var ein af þeim heppnu. Að standa í þessum sporum er erfitt fyrir alla viðkomandi. Andlegt álag er mikið þar sem trekk í trekk er maður minntur á að ekki sé þetta að ganga, enginn draumur að rætast í þetta skiptið og fyrir liggi að hefja meðferð aftur. Líkamlegt álag er einnig mikið, hormónakokteilar sem breyta manni í tifandi tímasprengju eina stundina og andlega rúst hina stundina. Svo koma fjárhagsáhyggjurnar. Það er ekkert grín fyrir budduna að standa í þessu. Það ár sem ég stóð í þessum sporum var verð á glasafrjóvgun hérlendis 294 þús en er núna 455 þús (verð miðast við fyrstu meðferð, sem er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum). Ái. Á þessum tíma hafa orðið framfarir á þessum meðferðum, en þetta er engu að síður dýrt. Og þetta er verð fyrir utan lyfjakostnaðinn sem þessu fylgir. Það svíður að standa eða hafa staðið í þessum sporum. Það svíður enn meira þegar maður les um það að eina klíníkin sem sinnir þessum málaflokki á landinu hafi tekið 350 milljón króna arð út úr fyrirtækinu á árunum 2013-2015. Þetta er vont. Þessar arðgreiðslur eru hirtar út úr eymd og erfiðleikum fólks sem glímir við ófrjóssemi. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé opin fyrir fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisgeiranum, þá finnst okkur þetta ekki í lagi. Björt framtíð leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Það er val að eignast barn eða ekki. Ef þú hins vegar þarft aðstoð og ert ekki fjársterkur, þá hefur þú ekki það val. Þannig er staðan í dag. Það er vont. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Að eignast eða eignast ekki börn, er spurning sem flestir standa frammi fyrir einhvern tíma á ævinni. Það reynist því miður samt all nokkrum fjölda fólks erfiðara að eignast börnin en að svara spurningunni. Hvað gerir maður í þeirri stöðu? Jú, maður leitar sér aðstoðar. Ég var ein af þeim. Ég var búin að tikka í boxið „eignast barn“ í huganum, við hjónin búin að reyna framkvæmdahliðina á því í tvö ár áður en við stóðum fyrir framan Art Medica, tilbúin til að taka næsta skref. Á þeim tíma, eins og nú, var þetta eini valkosturinn hérlendis fyrir mig að fá aðstoð. Gott og vel. Í þeirri eins og hálfs árs samvinnu sem ég átti með Art Medica vann ég stóra lottóvinninginn, til varð barn. Ég var ein af þeim heppnu. Að standa í þessum sporum er erfitt fyrir alla viðkomandi. Andlegt álag er mikið þar sem trekk í trekk er maður minntur á að ekki sé þetta að ganga, enginn draumur að rætast í þetta skiptið og fyrir liggi að hefja meðferð aftur. Líkamlegt álag er einnig mikið, hormónakokteilar sem breyta manni í tifandi tímasprengju eina stundina og andlega rúst hina stundina. Svo koma fjárhagsáhyggjurnar. Það er ekkert grín fyrir budduna að standa í þessu. Það ár sem ég stóð í þessum sporum var verð á glasafrjóvgun hérlendis 294 þús en er núna 455 þús (verð miðast við fyrstu meðferð, sem er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum). Ái. Á þessum tíma hafa orðið framfarir á þessum meðferðum, en þetta er engu að síður dýrt. Og þetta er verð fyrir utan lyfjakostnaðinn sem þessu fylgir. Það svíður að standa eða hafa staðið í þessum sporum. Það svíður enn meira þegar maður les um það að eina klíníkin sem sinnir þessum málaflokki á landinu hafi tekið 350 milljón króna arð út úr fyrirtækinu á árunum 2013-2015. Þetta er vont. Þessar arðgreiðslur eru hirtar út úr eymd og erfiðleikum fólks sem glímir við ófrjóssemi. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé opin fyrir fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisgeiranum, þá finnst okkur þetta ekki í lagi. Björt framtíð leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Það er val að eignast barn eða ekki. Ef þú hins vegar þarft aðstoð og ert ekki fjársterkur, þá hefur þú ekki það val. Þannig er staðan í dag. Það er vont.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar