Erlent

Suður-Afríka slítur sig frá Alþjóða glæpadómstólnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Michael Masutha, dómsmálaráðherra Suður-Afríku.
Michael Masutha, dómsmálaráðherra Suður-Afríku. Vísir/AFP
Yfirvöld Suður-Afríku munu leggja fram frumvarp á næstunni sem snýr að því að slíta landið frá Alþjóða glæpadómstólsins í Haag)ICC). Dómsmálaráðherra landsins tilkynnti þetta í dag, en Búrúndí sleit sig frá dómstólnum fyrir viku síðan.

Samkvæmt ráðherranum er aðild Suður-Afríku að Rómarsamþykktinni, sem ICC byggir á, gegn lögum landsins um friðhelgi erindreka frá lögum. Samkvæmt samþykktinni er aðildaríkjum skylt að handtaka þá sem ICC hefur lýst eftir.

AP fréttaveitan segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna langvarnadi deilna um heimsókn Omar al-Bashir, forseta Súdan, til Suður-Afríku í fyrra. Hann er eftirlýstur af ICC fyrir glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð í Darfur-héraði í Súdan, en hann var ekki handtekinn.

Þá hafa ríki Afríku lengi kvartað yfir því að dómstóllinn beini sjónum sínum óeðlilega oft að heimsálfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×