Sigmundur Davíð fann knattspyrnugoðsögnina sem „afvopnaði tvo menn með kíttisspaða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 16:15 Mark Duffield og Jón Óskar. Mynd/Sigmundur Davíð Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45