Samsteypustjórnmál Haukur Logi Karlsson skrifar 25. október 2016 07:00 Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna- og hugsjónabandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5-7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna- og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þannig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósandanum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypustjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmálaflokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnarmyndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samningsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuðum stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sérstakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir framhaldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hugmyndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina framboð sem vilja ganga bundin til kosninga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hugmyndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna- og hugsjónabandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5-7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna- og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þannig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósandanum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypustjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmálaflokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnarmyndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samningsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuðum stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sérstakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir framhaldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hugmyndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina framboð sem vilja ganga bundin til kosninga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hugmyndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun