Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn birti myndband á Facebook þar sem mátti sjá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra skreyta köku. Mynd/Skjáskot Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent