Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Sæunn Gísladóttir skrifar 26. október 2016 14:00 Samsung hefur þurft að endurkalla milljónir eintaka af Galaxy Note 7. Vísir/Getty Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. Financial Times greinir frá þessu. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Samsung, stærsti snjallsímaframleiðandi heims, þurft að innkallað milljónir Note 7 snjallsíma, einungis vikum eftir útgáfu þeirra. Símarnir hafa sprungið í tugatali og kviknað hefur í þeim þegar þeir hafa verið settir í hleðslu.Sjá einnig: Klúður Samsung er himnasending AppleMargir töldu að innköllun Samsung væri algjör himnasending fyrir helsta samkeppnisaðila Samsung, Apple. Í september í kjölfar fréttanna af springandi símum rauk markaðsvirði Apple upp. Samsung Galaxy Note 7 hafði verið vel tekið af gagnrýnendum og notendum og var líklegur til að seljast mjög vel. Á meðan hvert vandamál komu upp eitt á eftir öðru hjá Samsung steig Apple fram og kynnti tvo nýja síma. iPhone 7 og 7 Plus. Samkvæmt greiningu Financial Times hafa Apple og Google, sem framleiðir Android síma, þó ekki geta fyllt upp í eftirspurnargatið vegna framleiðsluvanda. Apple tilkynnti í gær, þegar afkoma á fjórða ársfjórðungi var kynnt, að eftirspurn eftir iPhone 7 Plus hefði verið meiri en framboð og að nú sé átta vikna bið að meðaltali eftir símanum. Nýju Pizel símar Google hafa fengið góðar umsagnir og töldu margir að viðskiptavinir gætu keypt þá í stað Galaxy Note 7, en sömu er sögu er að segja hjá því fyrirtæki og Apple. Forsvarsmaður Google sagði í samtali við Financial Times að eftirspurn í forsölu væri meiri en framboð, því væri verið að reyna að bæta við framboðið sem fyrst. Tækni Tengdar fréttir Segja Samsung ekki vita hvað sé að Galaxy Note 7 Samsung hefur ekki komist að því hvað nákvæmlega veldur því að Samsung Galaxy Note 7 sími fyrirtækisins geti ofhitnað og sprungið 12. október 2016 15:35 Galaxy Note 7 kostar Samsung 600 milljarða Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann. 14. október 2016 11:19 Sölusamdráttur í fyrsta sinn í 15 ár hjá Apple Gengi hlutabréfa í Apple hefur lækkað verulega það sem af er degi. 26. október 2016 13:07 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. Financial Times greinir frá þessu. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Samsung, stærsti snjallsímaframleiðandi heims, þurft að innkallað milljónir Note 7 snjallsíma, einungis vikum eftir útgáfu þeirra. Símarnir hafa sprungið í tugatali og kviknað hefur í þeim þegar þeir hafa verið settir í hleðslu.Sjá einnig: Klúður Samsung er himnasending AppleMargir töldu að innköllun Samsung væri algjör himnasending fyrir helsta samkeppnisaðila Samsung, Apple. Í september í kjölfar fréttanna af springandi símum rauk markaðsvirði Apple upp. Samsung Galaxy Note 7 hafði verið vel tekið af gagnrýnendum og notendum og var líklegur til að seljast mjög vel. Á meðan hvert vandamál komu upp eitt á eftir öðru hjá Samsung steig Apple fram og kynnti tvo nýja síma. iPhone 7 og 7 Plus. Samkvæmt greiningu Financial Times hafa Apple og Google, sem framleiðir Android síma, þó ekki geta fyllt upp í eftirspurnargatið vegna framleiðsluvanda. Apple tilkynnti í gær, þegar afkoma á fjórða ársfjórðungi var kynnt, að eftirspurn eftir iPhone 7 Plus hefði verið meiri en framboð og að nú sé átta vikna bið að meðaltali eftir símanum. Nýju Pizel símar Google hafa fengið góðar umsagnir og töldu margir að viðskiptavinir gætu keypt þá í stað Galaxy Note 7, en sömu er sögu er að segja hjá því fyrirtæki og Apple. Forsvarsmaður Google sagði í samtali við Financial Times að eftirspurn í forsölu væri meiri en framboð, því væri verið að reyna að bæta við framboðið sem fyrst.
Tækni Tengdar fréttir Segja Samsung ekki vita hvað sé að Galaxy Note 7 Samsung hefur ekki komist að því hvað nákvæmlega veldur því að Samsung Galaxy Note 7 sími fyrirtækisins geti ofhitnað og sprungið 12. október 2016 15:35 Galaxy Note 7 kostar Samsung 600 milljarða Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann. 14. október 2016 11:19 Sölusamdráttur í fyrsta sinn í 15 ár hjá Apple Gengi hlutabréfa í Apple hefur lækkað verulega það sem af er degi. 26. október 2016 13:07 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Segja Samsung ekki vita hvað sé að Galaxy Note 7 Samsung hefur ekki komist að því hvað nákvæmlega veldur því að Samsung Galaxy Note 7 sími fyrirtækisins geti ofhitnað og sprungið 12. október 2016 15:35
Galaxy Note 7 kostar Samsung 600 milljarða Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann. 14. október 2016 11:19
Sölusamdráttur í fyrsta sinn í 15 ár hjá Apple Gengi hlutabréfa í Apple hefur lækkað verulega það sem af er degi. 26. október 2016 13:07