Framsókn sökuð um fordóma í nýju kosningamyndbandi Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2016 12:36 Ugla og Steinunn Ása eru meðal fjölmargra sem telja nýtt kosningamyndband Framsóknarflokksins fyrir neðan allar hellur. Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira