Máttur Facebook skilaði atkvæðinu heim frá Kanada Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:06 Aðalheiður. Skjáskota af heimasíðu CBC. Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira