Bjarna fagnað gríðarlega á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Við ætlum að fara alla leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2016 23:29 Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03