Bindiskylda á túrista gæti komið næst Sæunn Gísladóttir skrifar 12. október 2016 10:30 Capacent veltir þeirri hugmynd upp að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja í að minnsta kosti einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Vísir/Ernir Velta má fyrir sér hvort Seðlabanki Íslands og fjármálastöðugleikaráð þurfi ekki að setja bindiskyldu á erlenda ferðamenn. Að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja hið minnsta í einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Þessari hugmynd er varpað fram í Skuldabréfayfirliti Capacent. Í greiningunni kemur fram að umhverfið á gjaldeyrismarkaði sé farið að minna um margt á þá tíma þegar erlendir fjárfestar streymdu til landsins til að kaupa íslenska vexti. Seðlabankinn hafi komið í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og sett bindiskyldu á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði. Hins vegar stafi hröð og mikil gengisstyrking nú af innstreymi ferðamanna til landsins. „Þetta er eins og vatn, ef þú stíflar vatn á einum stað finnur það sér farveg annars staðar. Þetta er ákveðin ádeila að velta þessu upp. Það er að sjálfsögðu ekki raunhæft að setja bindiskyldu á ferðamenn. Ég er að benda á hættuna af bindiskyldunni sem Seðlabankinn er með,“ segir Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent.Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent. Mynd/CapacentFram kemur í greiningunni að fjárfesting í fasteignum og fasteignafélögum komi að stórum hluta í staðinn fyrir fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum. Leiga fasteignafélaganna sé verðtryggð og skapi stöðugt sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur. Gengi fasteignafélaganna hafi hækkað mikið síðan í sumar. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi bindiskyldu á vaxtamarkaði sem beini fjárfestum inn á fasteignamarkað. „Það sem maður hefur heyrt er að erlendir fjárfestar séu að skoða það að fara inn á fasteignamarkaðinn eða til fasteignafélaganna. Því í eðli sínu er verðtryggður fasteignasamningur eins og verðtryggt skuldabréf, leigutekjur eru eins og vaxtatekjur. Leigusamningar eru í eðli sínu skuldabréf. Þannig að ef þú mátt ekki fjárfesta í skuldabréfum með vöxtum þá geturðu alveg eins farið á fasteignamarkaðinn og fjárfest þar. Stoppir þú flæðið á einum stað þá fer það á annan,“ segir Snorri. „Hvar ætla þeir að stoppa í bindiskyldunni, er æskilegt að fjármagnið streymi inn á fasteignamarkað sem grefur undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans ef verður mikil þensla þar?“ spyr Snorri. Fram kemur í greiningunni að gengi krónunnar styrkist stöðugt og hafi krónan styrkst um 2,9 prósent frá ágústlokum. Gengi pundsins og norsku krónunnar gagnvart krónu hafi ekki verið lægra síðan í mars 2008. Ef gengisstyrking krónunnar heldur áfram er þess ekki langt að bíða að gengi flestra gjaldmiðla gagnvart krónu verði svipað og fyrir bankahrun. Jafnframt eru breytingar í stýrivöxtum taldar ólíklegar fram að áramótum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Velta má fyrir sér hvort Seðlabanki Íslands og fjármálastöðugleikaráð þurfi ekki að setja bindiskyldu á erlenda ferðamenn. Að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja hið minnsta í einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Þessari hugmynd er varpað fram í Skuldabréfayfirliti Capacent. Í greiningunni kemur fram að umhverfið á gjaldeyrismarkaði sé farið að minna um margt á þá tíma þegar erlendir fjárfestar streymdu til landsins til að kaupa íslenska vexti. Seðlabankinn hafi komið í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og sett bindiskyldu á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði. Hins vegar stafi hröð og mikil gengisstyrking nú af innstreymi ferðamanna til landsins. „Þetta er eins og vatn, ef þú stíflar vatn á einum stað finnur það sér farveg annars staðar. Þetta er ákveðin ádeila að velta þessu upp. Það er að sjálfsögðu ekki raunhæft að setja bindiskyldu á ferðamenn. Ég er að benda á hættuna af bindiskyldunni sem Seðlabankinn er með,“ segir Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent.Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent. Mynd/CapacentFram kemur í greiningunni að fjárfesting í fasteignum og fasteignafélögum komi að stórum hluta í staðinn fyrir fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum. Leiga fasteignafélaganna sé verðtryggð og skapi stöðugt sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur. Gengi fasteignafélaganna hafi hækkað mikið síðan í sumar. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi bindiskyldu á vaxtamarkaði sem beini fjárfestum inn á fasteignamarkað. „Það sem maður hefur heyrt er að erlendir fjárfestar séu að skoða það að fara inn á fasteignamarkaðinn eða til fasteignafélaganna. Því í eðli sínu er verðtryggður fasteignasamningur eins og verðtryggt skuldabréf, leigutekjur eru eins og vaxtatekjur. Leigusamningar eru í eðli sínu skuldabréf. Þannig að ef þú mátt ekki fjárfesta í skuldabréfum með vöxtum þá geturðu alveg eins farið á fasteignamarkaðinn og fjárfest þar. Stoppir þú flæðið á einum stað þá fer það á annan,“ segir Snorri. „Hvar ætla þeir að stoppa í bindiskyldunni, er æskilegt að fjármagnið streymi inn á fasteignamarkað sem grefur undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans ef verður mikil þensla þar?“ spyr Snorri. Fram kemur í greiningunni að gengi krónunnar styrkist stöðugt og hafi krónan styrkst um 2,9 prósent frá ágústlokum. Gengi pundsins og norsku krónunnar gagnvart krónu hafi ekki verið lægra síðan í mars 2008. Ef gengisstyrking krónunnar heldur áfram er þess ekki langt að bíða að gengi flestra gjaldmiðla gagnvart krónu verði svipað og fyrir bankahrun. Jafnframt eru breytingar í stýrivöxtum taldar ólíklegar fram að áramótum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira