Grátandi Ólympíumeistari: „Þetta hefur verið versta vika ævi minnar“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 12:15 Theresa Johaug grætur á blaðamannafundinum í dag. vísir/afp Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er á leiðinni í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi 16. september síðastliðinn, en í lyfsýni hennar fannst steraefnið clostebol. Johaug er ein allra besta skíðagöngukona heims en hún varð Ólympíumeistari í 4x5 kílómetra skíðagöngu í Vancouver árið 2010 og þá vann hún til silfur- og bronsverðlauna á ÓL í Sochi fyrir tveimur árum. Johaug hefur einnig unnið til sjö gullverðlauna á HM en hún tók þrenn á HM 2015 í Falun fyrir tveimur árum síðan. Johaug segist hafa fengið efnið úr sólarvörn sem læknir norska landsliðsins Fredrik Bendiksen, sagði henni að nota. Hann fullyrti við Johaug að efnið væri ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA.Johaug fagnar gulli á HM 2015.vísir/afpGrét hástöfum Hún smurði sólaráburðinum á varir sínar þegar norska liðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst en Johaug glímdi við mikinn varaþurrk á meðan æfingum stóð. Bendiksen gekkst við mistökum sínum og sagði á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag að hann væri hættur. Annað væri einfaldlega ekki í boði eftir þessi risastóru mistök. Sjálf grét Johaug hástöfum þegar hún tjáði sig um málið á fréttamannafundinum í dag. „Ég vil byrja á að segja að ég er alveg niðurbrotin. Ég get ekki lýst þessari stöðu og ég engan vegin lýst því hvernig mér hefur liðið síðustu vikuna. Þetta hefur verið versta vika ævi minnar,“ sagði sú norska. Johaug þarf að bíða eftir endanlegum úrskurði WADA um hversu langt bannið verður en þeir keppendur sem finnast sekir um að nota clostebol fá oftast eins árs keppnisbann. Myndband frá blaðamannafundinum þar sem Johaug reynir að tala í gegnum tárin má sjá hér að neðan. Aðrar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er á leiðinni í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi 16. september síðastliðinn, en í lyfsýni hennar fannst steraefnið clostebol. Johaug er ein allra besta skíðagöngukona heims en hún varð Ólympíumeistari í 4x5 kílómetra skíðagöngu í Vancouver árið 2010 og þá vann hún til silfur- og bronsverðlauna á ÓL í Sochi fyrir tveimur árum. Johaug hefur einnig unnið til sjö gullverðlauna á HM en hún tók þrenn á HM 2015 í Falun fyrir tveimur árum síðan. Johaug segist hafa fengið efnið úr sólarvörn sem læknir norska landsliðsins Fredrik Bendiksen, sagði henni að nota. Hann fullyrti við Johaug að efnið væri ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA.Johaug fagnar gulli á HM 2015.vísir/afpGrét hástöfum Hún smurði sólaráburðinum á varir sínar þegar norska liðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst en Johaug glímdi við mikinn varaþurrk á meðan æfingum stóð. Bendiksen gekkst við mistökum sínum og sagði á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag að hann væri hættur. Annað væri einfaldlega ekki í boði eftir þessi risastóru mistök. Sjálf grét Johaug hástöfum þegar hún tjáði sig um málið á fréttamannafundinum í dag. „Ég vil byrja á að segja að ég er alveg niðurbrotin. Ég get ekki lýst þessari stöðu og ég engan vegin lýst því hvernig mér hefur liðið síðustu vikuna. Þetta hefur verið versta vika ævi minnar,“ sagði sú norska. Johaug þarf að bíða eftir endanlegum úrskurði WADA um hversu langt bannið verður en þeir keppendur sem finnast sekir um að nota clostebol fá oftast eins árs keppnisbann. Myndband frá blaðamannafundinum þar sem Johaug reynir að tala í gegnum tárin má sjá hér að neðan.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira