„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 12:28 Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45