Segir Pírata opinbera sig sem vinstriflokk Snærós Sindradóttir skrifar 17. október 2016 06:45 Píratar vilja byggja stjórnarmyndunarviðræðurnar við fimm grunnáherslumál sín. Þau eru ný stjórnarskrá, auðlindir í almannaþágu, gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta, aukin þátttaka almennings í ákvarðanatöku og átak gegn spillingu. vísir/friðrik þór „Ég myndi segja að þetta útspil þeirra hafi floppað. Viðreisn tekur ekki vel í þetta og Björt framtíð er líka skeptísk á þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um tilboð Pírata til stjórnarandstöðuflokkanna þriggja og Viðreisnar að mynda kosningabandalag og kynna niðurstöðu viðræðnanna tveimur dögum fyrir kjördag. Tillaga Pírata var kynnt á blaðamannafundi í gær þar sem Birgitta Jónsdóttir þingmaður las upp tilkynningu þess efnis að sú hefð hefði skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð væru svikin eftir kosningar. Markmið áætlana Pírata sé að kjósendur viti fyrirfram hvað flokkarnir ætli sér að standa við og geti tekið upplýstari ákvörðun um val sitt á kjördag. Þá sagði í yfirlýsingunni að Píratar muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geti skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþór„Þeir hafa algjörlega kastað grímunni. Ég held að margir hafi litið svo á að hér væri um einhvern óhefðbundinn flokk að ræða en hér er bara um gamaldags vinstriflokk að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó ekki koma á óvart ef Viðreisn vill fara í vinstristjórn því þeir hafi ekki farið í felur með að vilja starfa til vinstri. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar segir að með þessu séu Píratar að stilla Viðreisn upp sem hækju stjórnvalda vegna þess hve erfitt Viðreisn eigi með að svara kalli um stjórnarmyndunarviðræður. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er ekki alveg sammála því. „Okkur finnst eðlilegt að við sem nýr flokkur stillum upp okkar baráttumálum sem við teljum að eigi erindi við kjósendur. Þetta horfir öðruvísi fyrir okkur en þeim sem eru búnir að vera á þingi. Ég hugsa að við séum kannski harðari á því en einhverjir flokkar að vilja ná okkar stefnumálum fram.“ Þeir stjórnmálamenn sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um hæpið væri að ná að mynda drög að stjórnarsáttmála á næstu þrettán dögum samhliða því að vera í kosningabaráttu, sérstaklega þegar fylgið er á jafn mikilli hreyfingu og raun ber vitni. Innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum sagði útspilið hreinan og kláran dónaskap við þá flokka sem boðaðir væru til stjórnarmyndunarinnar. Flokksmenn Samfylkingar virðast þó hvað ánægðastir með framtakið og vilja margir ráðast á fullt í viðræðurnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta útspil þeirra hafi floppað. Viðreisn tekur ekki vel í þetta og Björt framtíð er líka skeptísk á þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um tilboð Pírata til stjórnarandstöðuflokkanna þriggja og Viðreisnar að mynda kosningabandalag og kynna niðurstöðu viðræðnanna tveimur dögum fyrir kjördag. Tillaga Pírata var kynnt á blaðamannafundi í gær þar sem Birgitta Jónsdóttir þingmaður las upp tilkynningu þess efnis að sú hefð hefði skapast í íslenskum stjórnmálum að loforð væru svikin eftir kosningar. Markmið áætlana Pírata sé að kjósendur viti fyrirfram hvað flokkarnir ætli sér að standa við og geti tekið upplýstari ákvörðun um val sitt á kjördag. Þá sagði í yfirlýsingunni að Píratar muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geti skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþór„Þeir hafa algjörlega kastað grímunni. Ég held að margir hafi litið svo á að hér væri um einhvern óhefðbundinn flokk að ræða en hér er bara um gamaldags vinstriflokk að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó ekki koma á óvart ef Viðreisn vill fara í vinstristjórn því þeir hafi ekki farið í felur með að vilja starfa til vinstri. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar segir að með þessu séu Píratar að stilla Viðreisn upp sem hækju stjórnvalda vegna þess hve erfitt Viðreisn eigi með að svara kalli um stjórnarmyndunarviðræður. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er ekki alveg sammála því. „Okkur finnst eðlilegt að við sem nýr flokkur stillum upp okkar baráttumálum sem við teljum að eigi erindi við kjósendur. Þetta horfir öðruvísi fyrir okkur en þeim sem eru búnir að vera á þingi. Ég hugsa að við séum kannski harðari á því en einhverjir flokkar að vilja ná okkar stefnumálum fram.“ Þeir stjórnmálamenn sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um hæpið væri að ná að mynda drög að stjórnarsáttmála á næstu þrettán dögum samhliða því að vera í kosningabaráttu, sérstaklega þegar fylgið er á jafn mikilli hreyfingu og raun ber vitni. Innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum sagði útspilið hreinan og kláran dónaskap við þá flokka sem boðaðir væru til stjórnarmyndunarinnar. Flokksmenn Samfylkingar virðast þó hvað ánægðastir með framtakið og vilja margir ráðast á fullt í viðræðurnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Útspil Pírata óþörf klækjastjórnmál Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar. 17. október 2016 06:00
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45
Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32