Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Sæunn Gísladóttir skrifar 17. október 2016 14:15 Ein af hverjum átta íbúðum í 101 var í útleigu í gegnum Airbnb á hverjum degi í júlí árið 2016. Vísir/Anton Brink Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka, Íslenskur íbúðamarkaður 2016. Í greiningunni kemur fram að spáð sé 9,3 prósent hækkunar íbúðarverðs í ár, 11,4 prósent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er spáð því að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018. Ein ástæða hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar, en vöxtur í ferðaþjónustu þrýstir einnig verði upp.Hlutfall íbúða í útleigu á Airbnb í júlí 2016 milli póstnúmeraÍ greiningunni segir að fjölgun ferðamanna og vöxtur ferðaþjónustunnar hér á landi hafi haft umtalsverð áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á síðustu árum. Þar sem fjárfestingar í hótel- og gistirými hafi ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna, og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu, hafi skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Aukinni eftirspurn eftir gistirými hafi verið mætt að stórum hluta með framboði af íbúðarhúsnæði í gegnum deilihagkerfið. Má því segja að tilurð deilihagkerfisins hafi orðið á heppilegum tíma fyrir Ísland þar sem að óvíst er hvernig og hvort hægt hefði verið að taka á móti þeim fjölda sem ferðast hefur hingað til lands undanfarin ár án þess. Hefur deilihagkerfið þannig stutt dyggilega við vöxt íslenskrar ferðaþjónustu og sérstaklega á háannatímum þegar hótel og önnur gistiaðstaða er við nýtingarþolmörk.Hlutfall Airbnb íbúða og íbúðaverð fylgjast aðÞrátt fyrir að skráðum eignum á Airbnb hafi fjölgað hratt síðustu ár hefur nýtingarhlutfall þeirra einnig hækkað og umfang deilihagkerfisins í Reykjavík því vaxið mikið á skömmum tíma. Á hverjum degi í júlí árið 2016 var 1 af hverjum 23 íbúðum í Reykjavík í útleigu til ferðamanna í gegnum Airbnb, sem þýðir að um 4,4 prósent íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í júlí var lögð undir þessa starfsemi. Íbúðaverð hefur verið hæst í miðborg Reykjavíkur, þá sérstaklega í póstnúmeri 101 þar sem eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði er mest. Þegar hlutfall íbúða í útleigu á Airbnb af heildaríbúðum eftir póstnúmerum í Reykjavík er skoðað virðist hátt íbúðaverð og hátt hlutfall íbúða í útleigu á Airbnb fylgjast að einhverju leyti að. Þannig var til dæmis ein af hverjum átta íbúðum í 101 í útleigu í gegnum Airbnb á hverjum degi í júlí árið 2016, sem þýðir að tæp 12,5 prósent af heildarfjölda íbúða á svæðinu hafi verið verið lögð undir þennan þátt ferðaþjónustunnar. Þessu til viðbótar hefur fjölgun hótela og annars konar gistiþjónustu skert það lóðarframboð sem annars væri hægt að nýta fyrir fjölgun íbúðarhúsnæðis. Hefur því fjölgun ferðamanna og uppgangur ferðaþjónustunnar myndað þrýsting til hækkunar á íbúðaverði, sérstaklega miðsvæðis þar sem að ferðamenn vilja helst gista.Meðalfermetraverð er 462 þúsund krónur í 101 Reykjavík, samanborið við 74 þúsund í Bolungarvík.Meðalfermetraverð hækkað um allt að 29%Frá árinu 2010 hefur íbúðaverð á landinu verið að taka við sér. Meðalfermetraverð hefur hækkað mest síðan þá á höfuðborgarsvæðinu, eða um 29 prósent, þar á eftir á Norðurlandi eystra um 22 prósent. Það hefur lækkað um fjögur prósent á Norðurlandi vestra og um sjö prósent á Suðurnesjum.400 þúsund króna munur á hæsta og lægsta fermetraverðiMeðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu nemur 346 þúsund krónum. Dýrasta hverfið er 101 Reykjavík þar sem meðalfermetraverð nemur 462 þúsund krónum, en ódýrasta hverfið er Breiðholt þar sem fermetraverð nemur 281 þúsund krónum. Meðalfermetraverð hefur hækkað um 48 prósent í 101 frá árinu 2010, en um 20 prósent í Breiðholtinu (109). Fermetraverð er lægst á Vestfjörðum þar sem það nemur 90 þúsund krónum. Það er dýrast á Ísafirði þar sem það nemur 100 þúsund krónum en ódýrast í Bolungarvík þar sem það nemur 74 þúsund krónum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01 Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Frá og með næstu áramótum verður heimilt að leigja út íbúðir sínar án rekstrarleyfis í allt að níutíu daga á ári. 2. júní 2016 12:30 Lítið framboð fasteigna hefur hægt á markaðinum Þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífinu og verðhækkanir á fasteignamarkaði er samdráttur í sölu fasteigna. 17. október 2016 10:00 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka, Íslenskur íbúðamarkaður 2016. Í greiningunni kemur fram að spáð sé 9,3 prósent hækkunar íbúðarverðs í ár, 11,4 prósent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er spáð því að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018. Ein ástæða hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar, en vöxtur í ferðaþjónustu þrýstir einnig verði upp.Hlutfall íbúða í útleigu á Airbnb í júlí 2016 milli póstnúmeraÍ greiningunni segir að fjölgun ferðamanna og vöxtur ferðaþjónustunnar hér á landi hafi haft umtalsverð áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á síðustu árum. Þar sem fjárfestingar í hótel- og gistirými hafi ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna, og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu, hafi skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Aukinni eftirspurn eftir gistirými hafi verið mætt að stórum hluta með framboði af íbúðarhúsnæði í gegnum deilihagkerfið. Má því segja að tilurð deilihagkerfisins hafi orðið á heppilegum tíma fyrir Ísland þar sem að óvíst er hvernig og hvort hægt hefði verið að taka á móti þeim fjölda sem ferðast hefur hingað til lands undanfarin ár án þess. Hefur deilihagkerfið þannig stutt dyggilega við vöxt íslenskrar ferðaþjónustu og sérstaklega á háannatímum þegar hótel og önnur gistiaðstaða er við nýtingarþolmörk.Hlutfall Airbnb íbúða og íbúðaverð fylgjast aðÞrátt fyrir að skráðum eignum á Airbnb hafi fjölgað hratt síðustu ár hefur nýtingarhlutfall þeirra einnig hækkað og umfang deilihagkerfisins í Reykjavík því vaxið mikið á skömmum tíma. Á hverjum degi í júlí árið 2016 var 1 af hverjum 23 íbúðum í Reykjavík í útleigu til ferðamanna í gegnum Airbnb, sem þýðir að um 4,4 prósent íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í júlí var lögð undir þessa starfsemi. Íbúðaverð hefur verið hæst í miðborg Reykjavíkur, þá sérstaklega í póstnúmeri 101 þar sem eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði er mest. Þegar hlutfall íbúða í útleigu á Airbnb af heildaríbúðum eftir póstnúmerum í Reykjavík er skoðað virðist hátt íbúðaverð og hátt hlutfall íbúða í útleigu á Airbnb fylgjast að einhverju leyti að. Þannig var til dæmis ein af hverjum átta íbúðum í 101 í útleigu í gegnum Airbnb á hverjum degi í júlí árið 2016, sem þýðir að tæp 12,5 prósent af heildarfjölda íbúða á svæðinu hafi verið verið lögð undir þennan þátt ferðaþjónustunnar. Þessu til viðbótar hefur fjölgun hótela og annars konar gistiþjónustu skert það lóðarframboð sem annars væri hægt að nýta fyrir fjölgun íbúðarhúsnæðis. Hefur því fjölgun ferðamanna og uppgangur ferðaþjónustunnar myndað þrýsting til hækkunar á íbúðaverði, sérstaklega miðsvæðis þar sem að ferðamenn vilja helst gista.Meðalfermetraverð er 462 þúsund krónur í 101 Reykjavík, samanborið við 74 þúsund í Bolungarvík.Meðalfermetraverð hækkað um allt að 29%Frá árinu 2010 hefur íbúðaverð á landinu verið að taka við sér. Meðalfermetraverð hefur hækkað mest síðan þá á höfuðborgarsvæðinu, eða um 29 prósent, þar á eftir á Norðurlandi eystra um 22 prósent. Það hefur lækkað um fjögur prósent á Norðurlandi vestra og um sjö prósent á Suðurnesjum.400 þúsund króna munur á hæsta og lægsta fermetraverðiMeðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu nemur 346 þúsund krónum. Dýrasta hverfið er 101 Reykjavík þar sem meðalfermetraverð nemur 462 þúsund krónum, en ódýrasta hverfið er Breiðholt þar sem fermetraverð nemur 281 þúsund krónum. Meðalfermetraverð hefur hækkað um 48 prósent í 101 frá árinu 2010, en um 20 prósent í Breiðholtinu (109). Fermetraverð er lægst á Vestfjörðum þar sem það nemur 90 þúsund krónum. Það er dýrast á Ísafirði þar sem það nemur 100 þúsund krónum en ódýrast í Bolungarvík þar sem það nemur 74 þúsund krónum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01 Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Frá og með næstu áramótum verður heimilt að leigja út íbúðir sínar án rekstrarleyfis í allt að níutíu daga á ári. 2. júní 2016 12:30 Lítið framboð fasteigna hefur hægt á markaðinum Þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífinu og verðhækkanir á fasteignamarkaði er samdráttur í sölu fasteigna. 17. október 2016 10:00 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01
Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Frá og með næstu áramótum verður heimilt að leigja út íbúðir sínar án rekstrarleyfis í allt að níutíu daga á ári. 2. júní 2016 12:30
Lítið framboð fasteigna hefur hægt á markaðinum Þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífinu og verðhækkanir á fasteignamarkaði er samdráttur í sölu fasteigna. 17. október 2016 10:00
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30