Hlutabréf í Netflix rjúka upp Sæunn Gísladóttir skrifar 18. október 2016 15:20 Gengi hlutabréfa í Netflix hefur hækkað um tæplega 19 prósent í dag. Vísir/Getty Gengi hlutabréfa í streymiþjónustunni Netflix hefur rokið upp í dag. Gengið hefur hækkað um 18,98 prósent það sem af er degi. Hækkunina má rekja til þess að fleiri nýir notendur bættust við en búist var við á síðasta ársfjórðungi. Greint var frá því í gærkvöldi að 3,2 milljón nýrra notenda hefði bæst við á síðasta ársfjórðungi, samanborið við spá um 2 milljónir nýrra notenda. Í Bandaríkjunum bættust við 370 þúsund nýir notendur, rúmlega 20 prósent fleiri en búist var við. Þetta var þó mun minni fjölgun en á sama tímabili í fyrra þegar 880 þúsund nýir notendur bættust við. Fjöldi nýrra notenda um allan heim var þó hærri en á sama tímabili í fyrra þegar 2,74 milljónir nýrra notenda bættist við. Hins vegar er vert að nefna að á árinu bættust 130 ný lönd við þar sem hægt var að nota Netflix. Á árinu hefur Netflix ekki gengið nógu vel að bæta við nýjum notendum þrátt fyrir að hafa fært út kvíarnar til margra nýrra landa. Eftir annan ársfjórðung þegar greint var frá því að mun færri nýir notendur hefðu bæst við en búist var við hrundi gengi hlutabréfa í Netflix um 13 prósent. Netflix Tengdar fréttir Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í streymiþjónustunni Netflix hefur rokið upp í dag. Gengið hefur hækkað um 18,98 prósent það sem af er degi. Hækkunina má rekja til þess að fleiri nýir notendur bættust við en búist var við á síðasta ársfjórðungi. Greint var frá því í gærkvöldi að 3,2 milljón nýrra notenda hefði bæst við á síðasta ársfjórðungi, samanborið við spá um 2 milljónir nýrra notenda. Í Bandaríkjunum bættust við 370 þúsund nýir notendur, rúmlega 20 prósent fleiri en búist var við. Þetta var þó mun minni fjölgun en á sama tímabili í fyrra þegar 880 þúsund nýir notendur bættust við. Fjöldi nýrra notenda um allan heim var þó hærri en á sama tímabili í fyrra þegar 2,74 milljónir nýrra notenda bættist við. Hins vegar er vert að nefna að á árinu bættust 130 ný lönd við þar sem hægt var að nota Netflix. Á árinu hefur Netflix ekki gengið nógu vel að bæta við nýjum notendum þrátt fyrir að hafa fært út kvíarnar til margra nýrra landa. Eftir annan ársfjórðung þegar greint var frá því að mun færri nýir notendur hefðu bæst við en búist var við hrundi gengi hlutabréfa í Netflix um 13 prósent.
Netflix Tengdar fréttir Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44