Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2016 10:11 Hin bandaríska Hilda Salazar og Julia Sørensen frá Danmörku voru á meðal á sjötta þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves í fyrra. vísir/sój Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum á dögunum tillögu um að stór hluti Laugavegarins, hluti Skólavörðustígs og Bankastrætið verði gert að göngugötusvæði á meðan Iceland Airwaves tónlistarhátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst miðvikudaginn 2. nóvember og stendur til sunnudagsins 6. nóvember. Von er á múg og margmenni til Íslands vegna hinnar árlegu tónleikahátíðar og má segja að tillagan sé orðin að árlegum viðburði en einnig var lokað fyrir bílaumferð í umræddum götum í fyrra. Um er að ræða Laugaveg frá Vatnsstíg að mótum Bankastrætis og Þingholtstrætis. Á Skólavörðustíg næði lokunin frá gatnamótunum við Bergstaðastræti og niður að Bankastræti. Þeir sem lagt hafa leið sína í miðbæinn að sumri til ættu að vera orðnir lokununum vanir. Opnað var fyrir umferð í september en í fyrra voru fyrrnefndir götuhlutar gerðir að göngugötu bæði á Aðventunni og sömuleiðis á meðan Iceland Airwaves stóð. Á sjötta þúsund erlendra gesta sóttu hátíðina í fyrra sem fram fer í miðbæ Reykjavíkur. Þar að auki er lagt til að Bankastræti verði lokað vegna viðburðar í tengslum við Airwaves og Pönksafn Íslands þann 2. nóvember frá kl. 15:00 til miðnættis. Á þeim tíma verður ekki hægt að aka niður Þingholtsstræti og Skólastræti að Bankastræti. Tillagan var lögð fram í síðustu viku og bíður samþykktar borgarráðs. Airwaves Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum á dögunum tillögu um að stór hluti Laugavegarins, hluti Skólavörðustígs og Bankastrætið verði gert að göngugötusvæði á meðan Iceland Airwaves tónlistarhátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst miðvikudaginn 2. nóvember og stendur til sunnudagsins 6. nóvember. Von er á múg og margmenni til Íslands vegna hinnar árlegu tónleikahátíðar og má segja að tillagan sé orðin að árlegum viðburði en einnig var lokað fyrir bílaumferð í umræddum götum í fyrra. Um er að ræða Laugaveg frá Vatnsstíg að mótum Bankastrætis og Þingholtstrætis. Á Skólavörðustíg næði lokunin frá gatnamótunum við Bergstaðastræti og niður að Bankastræti. Þeir sem lagt hafa leið sína í miðbæinn að sumri til ættu að vera orðnir lokununum vanir. Opnað var fyrir umferð í september en í fyrra voru fyrrnefndir götuhlutar gerðir að göngugötu bæði á Aðventunni og sömuleiðis á meðan Iceland Airwaves stóð. Á sjötta þúsund erlendra gesta sóttu hátíðina í fyrra sem fram fer í miðbæ Reykjavíkur. Þar að auki er lagt til að Bankastræti verði lokað vegna viðburðar í tengslum við Airwaves og Pönksafn Íslands þann 2. nóvember frá kl. 15:00 til miðnættis. Á þeim tíma verður ekki hægt að aka niður Þingholtsstræti og Skólastræti að Bankastræti. Tillagan var lögð fram í síðustu viku og bíður samþykktar borgarráðs.
Airwaves Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira