Formúla 1

Hamilton ósáttur: Vil fá svör af hverju minn bíll er sá eini sem er til vandræða

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hamilton þurfti að draga sig úr keppni í dag.
Hamilton þurfti að draga sig úr keppni í dag. Vísir/getty
Lewis Hamilton, breski ökuþórinn sem keppir fyrir Mercedes í Formúlu 1 er bálreiður út í tæknimenn liðsins eftir að bilun olli því að hann þurfti að hætta keppni í Malasíukappakstrinum fyrr í dag.

Eldur kviknaði í bíl Hamilton sem var með gott forskot á 43. hring kappaksturins og þurfti hann því að hætta.

Liðsfélagi hans og andstæðingur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra, Nico Rosberg, lenti í þriðja sæti og náði því að bæta við forskotið i baráttunni um heimsmeistaratitilinn.

„Ég vill fá einhver svör, við erum með átta vélar í keppninni og aðeins mín er að bila trekk í trekk. Ég er að berjast um titilinn og það er bara mín vél sem er alltaf til vandræða. Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Hamilton og hélt áfram:

„Eitthvað eða einhver vill ekki að ég verji titilin en ég mun ekki gefast upp fyrr en það er úr sögunni. Mér líður eins og æðri máttarvöld séu að stríða mér en ég er svo heppinn að ég hef verið blessaður með mörgum frábærum möguleikum sem ég er þakklátur fyrir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×