Erlent

Góðgerðarsamtökum Trump meinað að safna fé í New York

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Ríkissaksóknari New York hefur skipað góðgerðarsamtökum Donald Trump að hætta að afla fé í ríkinu. Saksóknarinn James GSheehan segir samtökin starfa í leyfisleysi og hafa samtökin verið tekin til rannsóknar. Talsmaður Trump segir málið anga af pólitík.

Trump hefur verið sakaður um að hafa notað góðgerðarsamtök sín til það greiða sektir sem hann var persónulega ábyrgur fyrir.

Samkvæmt frétt BBC hafa góðgerðasamtökin verið rekin frá 2008 á fjárveitingum frá utanaðkomandi aðilum. Talsmaður Trump segir ákvörðunina anga af pólitík en að samtökin muni starfa með rannsakendum. Hann segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið.

New York Times sögðu frá því fyrir skömmu að Donald Trump hefði ekki greitt skatta í nærri því tuttugu ár eftir að hafa tapað tæpum milljarði dala árið 1995. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×