Kaffitár og Rammagerðin annast verslun og veitingasölu í nýrri Perlu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. október 2016 16:20 Perlan verður afhent nýjum rekstraraðilum í janúar. Myndvinnsla/Garðar Kaffitár og Rammagerðin munu annast veitingasölu og verslun í Perlunni eftir breytingar vegna náttúrusýningarinnar sem verður sett upp þar. Samningar hafa náðst milli Perlu norðursins, Kaffitárs og Rammagerðarinnar þess efnis. Fyrri hluti sýningarinnar opnar í byrjun sumars 2017 og hefjast verslunin og veitingasalan á sama tíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Gert er ráð fyrir að veitingastaður, kaffihús og verslun leggi undir sig fjórðu, fimmtu og sjöttu hæð Perlunnar og mun gestum gefast tækifæri á að fara út á útsýnispallinn líkt og nú tíðkast. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs segir fyrirtækið hlakka til að taka þátt í nýrri Perlu. „Ný Perla er metnaðarfullt verkefni í alla staði, sem við hlökkum til að taka þátt í,” segir Aðalheiður. Hún segir að kaffihúsið verði með vísan í náttúrusýninguna og að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í takt við hana. „Við munum þar með auka vöruúrvalið okkar í takt við sýninguna og til að mynda verður boðið upp á bjór og ís sem verður sérframleiddur fyrir okkur.” Rammagerðin mun annast verslun í Perlunni, en fyrirtækið vinnur með um fjögur hundruð íslenskum hönnuðum og handverksfólki. Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, tekur í sama streng og Aðalheiður og segist spennt fyrir að taka þátt í nýrri Perlu. „Það er spennandi að fá að taka á móti fólkinu. Við sjáum fyrir okkur að bjóða upp á íslenska gestrisni eins og hún gerist best og vísa þar í sveitasæluna. Hafa þetta eins og þegar fólk var að koma í sveitina í gamla daga, þá var tekið vel á móti og við erum sannarlega tilbúin að taka á móti gestunum,” segir Lovísa. Samkvæmt Agnesi Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Perlu norðursins, verður Perlan afhent nýjum rekstraraðilum í janúar og þá hefjist framkvæmdir við náttúrusafn og veitinga- og verslunarrými. Perlan mun ekki loka á meðan á framkvæmdum við sýninguna stendur. Íslenskur bjór Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kaffitár og Rammagerðin munu annast veitingasölu og verslun í Perlunni eftir breytingar vegna náttúrusýningarinnar sem verður sett upp þar. Samningar hafa náðst milli Perlu norðursins, Kaffitárs og Rammagerðarinnar þess efnis. Fyrri hluti sýningarinnar opnar í byrjun sumars 2017 og hefjast verslunin og veitingasalan á sama tíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Gert er ráð fyrir að veitingastaður, kaffihús og verslun leggi undir sig fjórðu, fimmtu og sjöttu hæð Perlunnar og mun gestum gefast tækifæri á að fara út á útsýnispallinn líkt og nú tíðkast. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs segir fyrirtækið hlakka til að taka þátt í nýrri Perlu. „Ný Perla er metnaðarfullt verkefni í alla staði, sem við hlökkum til að taka þátt í,” segir Aðalheiður. Hún segir að kaffihúsið verði með vísan í náttúrusýninguna og að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í takt við hana. „Við munum þar með auka vöruúrvalið okkar í takt við sýninguna og til að mynda verður boðið upp á bjór og ís sem verður sérframleiddur fyrir okkur.” Rammagerðin mun annast verslun í Perlunni, en fyrirtækið vinnur með um fjögur hundruð íslenskum hönnuðum og handverksfólki. Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, tekur í sama streng og Aðalheiður og segist spennt fyrir að taka þátt í nýrri Perlu. „Það er spennandi að fá að taka á móti fólkinu. Við sjáum fyrir okkur að bjóða upp á íslenska gestrisni eins og hún gerist best og vísa þar í sveitasæluna. Hafa þetta eins og þegar fólk var að koma í sveitina í gamla daga, þá var tekið vel á móti og við erum sannarlega tilbúin að taka á móti gestunum,” segir Lovísa. Samkvæmt Agnesi Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Perlu norðursins, verður Perlan afhent nýjum rekstraraðilum í janúar og þá hefjist framkvæmdir við náttúrusafn og veitinga- og verslunarrými. Perlan mun ekki loka á meðan á framkvæmdum við sýninguna stendur.
Íslenskur bjór Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira