Fótbolti

Aubameyang: Pabbi talaði við Man City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aubameyang er búinn að skora sjö mörk í jafnmörgum leikjum á þessu tímabili.
Aubameyang er búinn að skora sjö mörk í jafnmörgum leikjum á þessu tímabili. vísir/epa
Markahrókurinn Pierre-Emerick Aubameyang segir að faðir sinn hafi rætt við Manchester City í sumar.

Aubameyang átti frábært tímabil með Borussia Dortmund í fyrra þar sem hann skoraði 39 mörk í öllum keppnum. Í kjölfarið var hann orðaður við lið eins og Man City, Real Madrid og Paris Saint-Germain.

„Það rétt að það áttu sér stað viðræður,“ sagði Aubameyang í viðtali við Onze Mondial tímaritið.

„Faðir minn ræddi við félagið [Man City] en á endanum kom ekkert út úr þeim. Ég held að það hafi einnig verið áhugi frá Real Madrid en það var fjarlægara.“

Aubameyang segir að PSG hafi einnig rennt hýru auga til hans. Hann hefur þó takmarkaðan áhuga á að snúa aftur til Frakklands á þessum tímapunkti.

Aubameyang kom til Dortmund frá franska liðinu Saint-Étienne sumarið 2013. Gaboninn hefur átt góðu gengi að fagna hjá Dortmund og skorað 87 mörk í 150 leikjum fyrir þýska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×