Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2016 14:01 Aron Einar og Heimir á fundinum í dag. vísir/vilhelm Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30
Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38