Formúla 1

Alonso notar uppfærða Honda vél í Japan

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Fernando Alonso ásamt Yusuke Hasegawa, yfirmanni Honda.
Fernando Alonso ásamt Yusuke Hasegawa, yfirmanni Honda. Vísir/Getty
Honda hefur gefið grænt ljós á að Fernando Alonso noti uppfærða vél í japanska kappakstrinum sem fram fer um helgina.

Vélin var fyrst prófuð á æfingum fyrir malasíska kappaksturinn um síðustu helgi. Honda telur að vélin geti skilað framförum án þess að fórna áreiðanleika.

Í uppfærslunni felst léttari vélarblokk og endurhannað púst. Uppfærslan miðar að því að auka sparneytni vélarinnar.

Japanski framleiðandinn hefur staðfest að Alonso muni notast við vélina alla helgina og til loka tímabilsins. Hann mun ekki þurfa að sæta refsingu vegna þessa enda tók hann refsinguna út í Malasíu.

Jenson Button, liðsfélagi Alonso mun ekki notast við uppfærðu vélina um helgina. Hann mun nota eldri útfærslu til að forðast refsingu. Það verður svo líklega í næstu keppni á eftir Japan, í Austin, Texas sem Button notar nýju vélina fyrst.


Tengdar fréttir

Hamilton á ráspól í Malasíu á morgun

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton á Mercedes ræsir fremstur í Malasíu kappakstrinum á morgun en næstur á eftir honum er liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×