Heilbrigðisþjónustan of dýr fyrir notendur Jón Hákon Halldórsson og Snærós Sindradóttir skrifa 7. október 2016 07:00 kosningar 2016, Óttarr Proppé, Katrín Jakobsdóttir, Helga Þórðardóttir, Þorvaldur Þorvaldsson Rúmar þrjár vikur eru í að kosið verði til Alþingis. Fréttablaðið ætlar að ræða við formenn framboðanna um áherslumál þeirra í kosningabaráttunni. Byrjað er á formönnum Alþýðufylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Dögunar og VG. Vinstri græn héldu flokksþing á Akureyri um síðustu helgi þar sem línur voru skerptar. Katrín Jakobsdóttir segir áherslumálin vera nokkur, en nefnir fyrst heilbrigðismálin. Hún bendir á að 86 þúsund Íslendingar hafi skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðismála. „Staðan er sú að útgjöld til heilbrigðismála, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, fór niður á árunum 2014 til 15. Þannig að við erum að horfa á öfuga þróun miðað við þessa miklu kröfu,“ segir Katrín og bendir á að flokkarnir verði að tala skýrt um það hvernig þeir ætli að endurreisa heilbrigðiskerfið. Þá nefnir Katrín líka kjör aldraðra og öryrkja og menntamál. „Þar höfum við séð þróun á þessu kjörtímabili, þar sem er verið að skerða aðgang til dæmis 25 ára og eldri, að framhaldsskólum. Stjórnvöld ætla að ná fram auknum framlögum á nemanda í framhaldsskólum og háskólum – ekki með því að auka framlög heldur með því að fækka nemendum,“ segir Katrín. Það sé umhugsunarefni að horfa fram á slíka skerðingu á menntakerfinu til lengri tíma. Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir flokkinn tala fyrir kerfisbreytingum og vilji berjast gegn fátækt. „Við sættum okkur ekki við fátækt í svona ríku landi eins og Íslandi,“ segir Helga. Því sé það stefna flokksins að engin laun eða bætur séu undir 300 þúsund krónum. Hún vill stofna samfélagsbanka og afnema verðtryggingu af neytendalánum. „Við viljum auka valkosti á húsnæðismarkaði og þar viljum við leggja áherslu á langtímaleiguréttarfélög eins og eru í Þýskalandi og á Norðurlöndunum,“ segir Helga. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, tekur undir stefnumál VG og Dögunar en leggur líka áherslu á breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. „Það hleður bara upp fjármagni á tímum offramleiðslukreppu. Það er búið að vera offramleiðslukreppa á heimsvísu í þrjá til fjóra áratugi,“ segir Þorvaldur og segir lífeyrissjóðina ekki geta fjárfest til langs tíma nema með tapi. „Lífeyrissjóðirnir ásamt ríkissjóði, smærri fjárfestum og fleirum eru notaðir til að taka á sig töpin í kreppuhrunum eins og var hér fyrir nokkrum árum,“ segir Þorvaldur. Hann segist vilja félagsvæða fjármálakerfið þannig að það sé ekki rekið í hagnaðarskyni, heldur snúist það fyrst og fremst um þjónustu við almenning og fyrirtæki. Allir bankar sem reknir eru séu samfélagsbankar. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tekur undir að átak í heilbrigðiskerfinu sé nauðsynlegt. „En ég vil meina að það sem við leggjum mesta áherslu á er almennar umbætur í samfélaginu. Að aðgengi almennings að samfélaginu sé tryggt. Það á við um nýtingu sameiginlegra auðlinda sem í dag er úthlutað til ákveðinna aðila en almenningur nýtur ekki nógu mikið góðs af.“ Óttarr segir líka að það þurfi að huga betur að jöfnu aðgengi að stofnunum og kerfum samfélagsins. „Við sjáum aðgangsstýringar að heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem er að aukast og það er hættuleg þróun sem þarf að snúa við,“ segir Óttarr. Það sé líka mikilvægt að gert sé betur í að hjálpa innflytjendum, sem eru um níu prósent landsmanna, að aðlagast samfélaginu þannig að þeir verði virkir þátttakendur. Og það þurfi að taka betur á móti börnum af erlendum uppruna í skólakerfinu. „Þarna eru kerfisbreytingar sem þarf að gera. Ekki endilega þannig að það þurfi að setja allt á hvolf, heldur hreinlega að við þurfum að hafa það í huga og setja á okkur jafnréttisgleraugun þegar að þessu kemur,“ segir Óttar. Það er dýrt fyrir ríkissjóð að draga úr kostnaðarþátttöku notenda heilbrigðisþjónustunnar. Því er eðlilegt að spyrja hversu langt sé hægt að ganga í því á næsta kjörtímabili. Katrín vill setja niður sex ára áætlun í heilbrigðismálum sem miði að því að færa framlög ríkisins upp í ellefu prósent af landsframleiðslu. „Við viljum lyfta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum, byrja á heilsugæslu og göngudeildum sjúkrahúsanna þar sem er verið að taka há gjöld,“ segir Katrín. Þessi skref verði stigin í áföngum og börn, aldraðir og öryrkjar settir í forgang. Katrín segir kostnaðarþátttöku sjúklinga vera of mikla og hún hafi verið á hægri leið upp. „Það voru stigin ákveðin skref í að setja þak síðastliðið vor en það er því miður enn þá of hátt. Það eru of margir að neita sér um eðlilega heilbrigðisþjónustu og að geta sótt sér nauðsynleg lyf,“ segir Katrín. Hugmyndin um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu sé alls ekki óraunhæf og í Færeyjum sé þjónustan gjaldfrjáls. Þá skipti líka máli að taka hluti eins og tannlækningar, sálfræðiþjónustu og annað slíkt inn í greiðsluþátttökukerfið. Katrín leggur áherslu á að þetta verði gert í áföngum því það þurfi líka að styrkja rekstur stofnana á heilbrigðissviði. „Þar nefni ég sérstaklega sjúkrahúsin, heilbrigðisstofnanirnar úti um land allt og heilsugæsluna. Þessa grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar.“ Helga tekur undir orð Katrínar. „Þetta er fáránlegt í svona ríku landi, þar sem við erum með svona mikla þjóðarframleiðslu, að við séum að láta fólk borga fyrir heilbrigðisþjónustu.“ Katrín, Þorvaldur og Helga eru öll sammála um að sem stærstur hluti af heilbrigðiskerfinu sé rekinn af hinu opinbera og að það sé ekki rekið með arðsemi að leiðarljósi. Og Þorvaldur vill vinda ofan af þeim einkarekstri sem nú þegar er. Aftur á móti hafa heilsugæslulæknar sjálfir farið fram á að reka eigin heilsugæslustöðvar og nýlega samdi heilbrigðisráðuneytið um rekstur tveggja nýrra stöðva. „Ef fólk er í dýru námi og tekur dýr námslán þá vill það fá hagnað til baka eða fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ég held að hluti af þessu eigi að vera það að samfélagið eigi að styðja við nám fólks og krefjast þess til baka að það sýni samfélaginu hollustu með því að vinna og fá ágætis laun án þess að taka hagnað út úr kerfinu,“ segir Þorvaldur. Óttarr Proppé tekur undir það að ekki eigi að reka heilbrigðiskerfi fyrir gróða, en segir Bjarta framtíð tala fyrir fjölbreytni í heilbrigðisþjónustunni. Þar með séu fjölbreytt rekstrarform. Hann bendir á að margir sérfræðilæknar hafi hingað til verið sjálfstætt starfandi og hér hafi verið starfandi sjálfseignarstofnanir, til dæmis hjúkrunarheimili. „Og við höfum að mörgu leyti góða reynslu af þessu. Í jafn litlu landi og hér er skiptir miklu máli að hafa fjölbreytni að einhverju leyti í þjónustunni en líka hreinlega til þess að við höfum samanburð til þess að byggja upp og gera betur.“ Óttarr segist líka vilja byggja upp fjölbreytni í heilsugæslunni þannig að fyrsta snerting notenda hennar sé ekki endilega við lækni heldur geti hún verið við hjúkrunarfræðing, næringarfræðing, sálfræðing eða aðra sérfræðinga. Óttar tekur undir þær áhyggjur að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé farin að hafa áhrif á aðgang fólks að heilbrigðisþjónustunni. Hann bendir á skýrslu ASÍ sem hafi sýnt fram á að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé komin í 17-18 prósent en hún hafi verið á bilinu 6-7 prósent fyrir tuttugu árum. Það þurfi því að móta áætlun til framtíðar um það hvernig eigi að ná kostnaðarþátttöku sjúklinga niður. „Ég gæti auðvitað setið hér og lofað því að eftir kosningar, þegar ég er kominn með hreinan meirihluta þá muni ég auðvitað gera þetta allt saman ókeypis. En því miður höfum við ekki mjög góða reynslu af kosningaloforðum. Við þurfum að lofa að vinna að því að koma hlutunum í rétta átt. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Rúmar þrjár vikur eru í að kosið verði til Alþingis. Fréttablaðið ætlar að ræða við formenn framboðanna um áherslumál þeirra í kosningabaráttunni. Byrjað er á formönnum Alþýðufylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Dögunar og VG. Vinstri græn héldu flokksþing á Akureyri um síðustu helgi þar sem línur voru skerptar. Katrín Jakobsdóttir segir áherslumálin vera nokkur, en nefnir fyrst heilbrigðismálin. Hún bendir á að 86 þúsund Íslendingar hafi skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðismála. „Staðan er sú að útgjöld til heilbrigðismála, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, fór niður á árunum 2014 til 15. Þannig að við erum að horfa á öfuga þróun miðað við þessa miklu kröfu,“ segir Katrín og bendir á að flokkarnir verði að tala skýrt um það hvernig þeir ætli að endurreisa heilbrigðiskerfið. Þá nefnir Katrín líka kjör aldraðra og öryrkja og menntamál. „Þar höfum við séð þróun á þessu kjörtímabili, þar sem er verið að skerða aðgang til dæmis 25 ára og eldri, að framhaldsskólum. Stjórnvöld ætla að ná fram auknum framlögum á nemanda í framhaldsskólum og háskólum – ekki með því að auka framlög heldur með því að fækka nemendum,“ segir Katrín. Það sé umhugsunarefni að horfa fram á slíka skerðingu á menntakerfinu til lengri tíma. Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir flokkinn tala fyrir kerfisbreytingum og vilji berjast gegn fátækt. „Við sættum okkur ekki við fátækt í svona ríku landi eins og Íslandi,“ segir Helga. Því sé það stefna flokksins að engin laun eða bætur séu undir 300 þúsund krónum. Hún vill stofna samfélagsbanka og afnema verðtryggingu af neytendalánum. „Við viljum auka valkosti á húsnæðismarkaði og þar viljum við leggja áherslu á langtímaleiguréttarfélög eins og eru í Þýskalandi og á Norðurlöndunum,“ segir Helga. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, tekur undir stefnumál VG og Dögunar en leggur líka áherslu á breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. „Það hleður bara upp fjármagni á tímum offramleiðslukreppu. Það er búið að vera offramleiðslukreppa á heimsvísu í þrjá til fjóra áratugi,“ segir Þorvaldur og segir lífeyrissjóðina ekki geta fjárfest til langs tíma nema með tapi. „Lífeyrissjóðirnir ásamt ríkissjóði, smærri fjárfestum og fleirum eru notaðir til að taka á sig töpin í kreppuhrunum eins og var hér fyrir nokkrum árum,“ segir Þorvaldur. Hann segist vilja félagsvæða fjármálakerfið þannig að það sé ekki rekið í hagnaðarskyni, heldur snúist það fyrst og fremst um þjónustu við almenning og fyrirtæki. Allir bankar sem reknir eru séu samfélagsbankar. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tekur undir að átak í heilbrigðiskerfinu sé nauðsynlegt. „En ég vil meina að það sem við leggjum mesta áherslu á er almennar umbætur í samfélaginu. Að aðgengi almennings að samfélaginu sé tryggt. Það á við um nýtingu sameiginlegra auðlinda sem í dag er úthlutað til ákveðinna aðila en almenningur nýtur ekki nógu mikið góðs af.“ Óttarr segir líka að það þurfi að huga betur að jöfnu aðgengi að stofnunum og kerfum samfélagsins. „Við sjáum aðgangsstýringar að heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem er að aukast og það er hættuleg þróun sem þarf að snúa við,“ segir Óttarr. Það sé líka mikilvægt að gert sé betur í að hjálpa innflytjendum, sem eru um níu prósent landsmanna, að aðlagast samfélaginu þannig að þeir verði virkir þátttakendur. Og það þurfi að taka betur á móti börnum af erlendum uppruna í skólakerfinu. „Þarna eru kerfisbreytingar sem þarf að gera. Ekki endilega þannig að það þurfi að setja allt á hvolf, heldur hreinlega að við þurfum að hafa það í huga og setja á okkur jafnréttisgleraugun þegar að þessu kemur,“ segir Óttar. Það er dýrt fyrir ríkissjóð að draga úr kostnaðarþátttöku notenda heilbrigðisþjónustunnar. Því er eðlilegt að spyrja hversu langt sé hægt að ganga í því á næsta kjörtímabili. Katrín vill setja niður sex ára áætlun í heilbrigðismálum sem miði að því að færa framlög ríkisins upp í ellefu prósent af landsframleiðslu. „Við viljum lyfta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum, byrja á heilsugæslu og göngudeildum sjúkrahúsanna þar sem er verið að taka há gjöld,“ segir Katrín. Þessi skref verði stigin í áföngum og börn, aldraðir og öryrkjar settir í forgang. Katrín segir kostnaðarþátttöku sjúklinga vera of mikla og hún hafi verið á hægri leið upp. „Það voru stigin ákveðin skref í að setja þak síðastliðið vor en það er því miður enn þá of hátt. Það eru of margir að neita sér um eðlilega heilbrigðisþjónustu og að geta sótt sér nauðsynleg lyf,“ segir Katrín. Hugmyndin um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu sé alls ekki óraunhæf og í Færeyjum sé þjónustan gjaldfrjáls. Þá skipti líka máli að taka hluti eins og tannlækningar, sálfræðiþjónustu og annað slíkt inn í greiðsluþátttökukerfið. Katrín leggur áherslu á að þetta verði gert í áföngum því það þurfi líka að styrkja rekstur stofnana á heilbrigðissviði. „Þar nefni ég sérstaklega sjúkrahúsin, heilbrigðisstofnanirnar úti um land allt og heilsugæsluna. Þessa grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar.“ Helga tekur undir orð Katrínar. „Þetta er fáránlegt í svona ríku landi, þar sem við erum með svona mikla þjóðarframleiðslu, að við séum að láta fólk borga fyrir heilbrigðisþjónustu.“ Katrín, Þorvaldur og Helga eru öll sammála um að sem stærstur hluti af heilbrigðiskerfinu sé rekinn af hinu opinbera og að það sé ekki rekið með arðsemi að leiðarljósi. Og Þorvaldur vill vinda ofan af þeim einkarekstri sem nú þegar er. Aftur á móti hafa heilsugæslulæknar sjálfir farið fram á að reka eigin heilsugæslustöðvar og nýlega samdi heilbrigðisráðuneytið um rekstur tveggja nýrra stöðva. „Ef fólk er í dýru námi og tekur dýr námslán þá vill það fá hagnað til baka eða fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ég held að hluti af þessu eigi að vera það að samfélagið eigi að styðja við nám fólks og krefjast þess til baka að það sýni samfélaginu hollustu með því að vinna og fá ágætis laun án þess að taka hagnað út úr kerfinu,“ segir Þorvaldur. Óttarr Proppé tekur undir það að ekki eigi að reka heilbrigðiskerfi fyrir gróða, en segir Bjarta framtíð tala fyrir fjölbreytni í heilbrigðisþjónustunni. Þar með séu fjölbreytt rekstrarform. Hann bendir á að margir sérfræðilæknar hafi hingað til verið sjálfstætt starfandi og hér hafi verið starfandi sjálfseignarstofnanir, til dæmis hjúkrunarheimili. „Og við höfum að mörgu leyti góða reynslu af þessu. Í jafn litlu landi og hér er skiptir miklu máli að hafa fjölbreytni að einhverju leyti í þjónustunni en líka hreinlega til þess að við höfum samanburð til þess að byggja upp og gera betur.“ Óttarr segist líka vilja byggja upp fjölbreytni í heilsugæslunni þannig að fyrsta snerting notenda hennar sé ekki endilega við lækni heldur geti hún verið við hjúkrunarfræðing, næringarfræðing, sálfræðing eða aðra sérfræðinga. Óttar tekur undir þær áhyggjur að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé farin að hafa áhrif á aðgang fólks að heilbrigðisþjónustunni. Hann bendir á skýrslu ASÍ sem hafi sýnt fram á að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé komin í 17-18 prósent en hún hafi verið á bilinu 6-7 prósent fyrir tuttugu árum. Það þurfi því að móta áætlun til framtíðar um það hvernig eigi að ná kostnaðarþátttöku sjúklinga niður. „Ég gæti auðvitað setið hér og lofað því að eftir kosningar, þegar ég er kominn með hreinan meirihluta þá muni ég auðvitað gera þetta allt saman ókeypis. En því miður höfum við ekki mjög góða reynslu af kosningaloforðum. Við þurfum að lofa að vinna að því að koma hlutunum í rétta átt. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira