Nico Rosberg vann í Japan | Mercedes heimsmeistarar bílasmiða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. október 2016 06:20 Nico Rosberg sigldi lygnan sjó í keppni dagsins. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Max Verstappen á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. Mercedes liðið tryggði sér þriðja heimsmeistaratitil bílasmiða í röð í dag. Rosberg jók forskot sitt á Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna í 33 stig. Það dugar því Hamilton ekki lengur að vinna þær fjórar keppnir sem eftir eru. Hamilton klúðraði enn einni ræsingunni, hann tapaði sex sætum fyrir fyrstu beygju. Hamilton spólaði næstum því bara á staðnum. Kimi Raikkonen var færður aftur um fimm sæti á ráslínu, frá þriðja í það áttunda. Ferrari liðið setti nýjan gírkassa í bíl hans eftir tímatökuna. Jenson Button á McLaren var einnig færður aftur um finn sæti frá 17. í 22. eða síðasta sætið á ráslínunni. Ræsingin var vendipunktur í keppninni. Brautin var blaut þeim megin sem ökumenn í sætum með sléttri tölu ræstu af stað. Hamilton féll niður í áttunda sæti á leiðinni inn í fyrstu beygju. Sergio Perez á Force India tróð sér upp í þriðja sætið í ræsingunni. Vettel var fljótur að stela þriðja sætinu af Perez. Rosberg sigldi fullkomlega auðan sjó fremstur í keppninni á meðan liðsfélagi hans, Hamilton var að berjast um sjöunda sætið við Raikkonen.Hamilton þurfti að berjast talsvert fyrir verðlaunasætinu í dag.Vísir/GettyHamilton komst fram úr Raikkonen og Perez í gegnum fyrsta þjónustusvæðið. Hamilton smeygði sér svo fram úr Daniel Ricciardo fljótlega eftir þjónustuhléið. Hamilton sveiflaði sér svo fram úr báðum Williams bílunum sem voru komnir framarlega en áttu eftir að taka þjónustuhlé. Ricciardo tapaði miklum tíma í baráttunni við Raikkonen og kom út langt á eftir Raikkonen. Vettel kom inn hring á eftir Hamilton og missti hann fram úr sér. Vettel fékk mjúk dekk undir bílinn og átti greinilega að ná að komast fram úr Hamilton sem var á hörðum dekkjum. Baráttan var mjög hörð þeirra á milli. Vettel slakaði á eltingarleiknum eftir fjóra spennandi hringi. Vettel hefur líklega klárað allt grip í mjúku dekkjunum. Hamilton hóf þá stífa sókn að Verstappen. Fremstu ökumenn voru að tapa miklum tíma fyrir aftan hægfara bíla. Mercedes bílarnir virtust sleppa betur í gegn heldur en Red Bull og Ferrari bílarnir. Vettel ók með aðra hönd á stýri á stórum köflum með hina upp úr bílnum til að skamma menn fyrir að víkja ekki. Rosberg hafði verið einmanna fremstur alla keppnina. Hann leyfði Hamilton og Verstappen að sækja á sig, hann virtist öruggur um að geta haldið aftur af þeim. Helsta baráttan á brautinni var um annað sætið á milli Verstappen og Hamiltn. Baráttan var einkar hörð síðustu fimm hringina. Helsta von Hamilton var á ráskaflanum þar sem hann gat opnað afturvænginn. Hamilton gerði mistök á næst síðasta hring og þurfti að sætta sig við að komast ekki fram úr Verstappen. Formúla Tengdar fréttir Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum. 7. október 2016 16:00 Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59 Raikkonen: Við þurfum bara að aka hröðustu keppnina Nico Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag. Bilið á milli hans og Lewis Hamilton sem var 0,013 sekúndum hægari var 83 sentimetrar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. október 2016 16:30 Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Max Verstappen á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. Mercedes liðið tryggði sér þriðja heimsmeistaratitil bílasmiða í röð í dag. Rosberg jók forskot sitt á Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna í 33 stig. Það dugar því Hamilton ekki lengur að vinna þær fjórar keppnir sem eftir eru. Hamilton klúðraði enn einni ræsingunni, hann tapaði sex sætum fyrir fyrstu beygju. Hamilton spólaði næstum því bara á staðnum. Kimi Raikkonen var færður aftur um fimm sæti á ráslínu, frá þriðja í það áttunda. Ferrari liðið setti nýjan gírkassa í bíl hans eftir tímatökuna. Jenson Button á McLaren var einnig færður aftur um finn sæti frá 17. í 22. eða síðasta sætið á ráslínunni. Ræsingin var vendipunktur í keppninni. Brautin var blaut þeim megin sem ökumenn í sætum með sléttri tölu ræstu af stað. Hamilton féll niður í áttunda sæti á leiðinni inn í fyrstu beygju. Sergio Perez á Force India tróð sér upp í þriðja sætið í ræsingunni. Vettel var fljótur að stela þriðja sætinu af Perez. Rosberg sigldi fullkomlega auðan sjó fremstur í keppninni á meðan liðsfélagi hans, Hamilton var að berjast um sjöunda sætið við Raikkonen.Hamilton þurfti að berjast talsvert fyrir verðlaunasætinu í dag.Vísir/GettyHamilton komst fram úr Raikkonen og Perez í gegnum fyrsta þjónustusvæðið. Hamilton smeygði sér svo fram úr Daniel Ricciardo fljótlega eftir þjónustuhléið. Hamilton sveiflaði sér svo fram úr báðum Williams bílunum sem voru komnir framarlega en áttu eftir að taka þjónustuhlé. Ricciardo tapaði miklum tíma í baráttunni við Raikkonen og kom út langt á eftir Raikkonen. Vettel kom inn hring á eftir Hamilton og missti hann fram úr sér. Vettel fékk mjúk dekk undir bílinn og átti greinilega að ná að komast fram úr Hamilton sem var á hörðum dekkjum. Baráttan var mjög hörð þeirra á milli. Vettel slakaði á eltingarleiknum eftir fjóra spennandi hringi. Vettel hefur líklega klárað allt grip í mjúku dekkjunum. Hamilton hóf þá stífa sókn að Verstappen. Fremstu ökumenn voru að tapa miklum tíma fyrir aftan hægfara bíla. Mercedes bílarnir virtust sleppa betur í gegn heldur en Red Bull og Ferrari bílarnir. Vettel ók með aðra hönd á stýri á stórum köflum með hina upp úr bílnum til að skamma menn fyrir að víkja ekki. Rosberg hafði verið einmanna fremstur alla keppnina. Hann leyfði Hamilton og Verstappen að sækja á sig, hann virtist öruggur um að geta haldið aftur af þeim. Helsta baráttan á brautinni var um annað sætið á milli Verstappen og Hamiltn. Baráttan var einkar hörð síðustu fimm hringina. Helsta von Hamilton var á ráskaflanum þar sem hann gat opnað afturvænginn. Hamilton gerði mistök á næst síðasta hring og þurfti að sætta sig við að komast ekki fram úr Verstappen.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum. 7. október 2016 16:00 Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59 Raikkonen: Við þurfum bara að aka hröðustu keppnina Nico Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag. Bilið á milli hans og Lewis Hamilton sem var 0,013 sekúndum hægari var 83 sentimetrar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. október 2016 16:30 Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum. 7. október 2016 16:00
Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59
Raikkonen: Við þurfum bara að aka hröðustu keppnina Nico Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag. Bilið á milli hans og Lewis Hamilton sem var 0,013 sekúndum hægari var 83 sentimetrar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. október 2016 16:30
Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00