KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 11:41 "Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, um tilboð EA Sports í réttindin fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í FIFA 17. Vísir/AFP Ástæðan fyrir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður ekki á meðal landsliða í tölvuleiknum FIFA 17 er sú að knattspyrnusambandi Íslands þótti upphæðin sem boðin var fyrir réttindi til notkunar á liðinu of lág. Greint var frá þessu fyrst á vef Nútímans. „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi um málið. Það er fyrirtækið EA Sports sem framleiðir FIFA 17 en Geir segir fyrirtækið hafa haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum. Var KSÍ tilkynnt að verið væri að loka leiknum fyrir útgáfu en það væri mikill vilji fyrir því að hafa íslenska karlalandsliðið í honum og koma því inn fyrir lokun. EA Sports sagði þó að fjármagnið sem áætlað var í framleiðslu leiksins væri allt að því uppurið og því ekki hægt að bjóða hátt. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísi um málið.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VísirAðspurð hve há upphæðin var sagðist hann ekki vera með það alveg á hreinu þegar Vísir ræddi við hann. Erum við að tala um tugi milljóna?„Nei, ég held að það hafi verið nærri því að vera um ein milljón,“ segir Geir. Spurður hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur svarar Geir: „Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“ Fjörutíu og sjö karlalandslið eru í leiknum en íslenska karlalandsliðið er í 27. sæti á heimslistanum og komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar eins og frægt er orðið. Geir segir EA Sports ekki heldur hafa spurst eftir því að fá að nota íslenska kvennalandsliðið í leiknum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ástæðan fyrir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður ekki á meðal landsliða í tölvuleiknum FIFA 17 er sú að knattspyrnusambandi Íslands þótti upphæðin sem boðin var fyrir réttindi til notkunar á liðinu of lág. Greint var frá þessu fyrst á vef Nútímans. „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi um málið. Það er fyrirtækið EA Sports sem framleiðir FIFA 17 en Geir segir fyrirtækið hafa haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum. Var KSÍ tilkynnt að verið væri að loka leiknum fyrir útgáfu en það væri mikill vilji fyrir því að hafa íslenska karlalandsliðið í honum og koma því inn fyrir lokun. EA Sports sagði þó að fjármagnið sem áætlað var í framleiðslu leiksins væri allt að því uppurið og því ekki hægt að bjóða hátt. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísi um málið.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VísirAðspurð hve há upphæðin var sagðist hann ekki vera með það alveg á hreinu þegar Vísir ræddi við hann. Erum við að tala um tugi milljóna?„Nei, ég held að það hafi verið nærri því að vera um ein milljón,“ segir Geir. Spurður hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur svarar Geir: „Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“ Fjörutíu og sjö karlalandslið eru í leiknum en íslenska karlalandsliðið er í 27. sæti á heimslistanum og komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar eins og frægt er orðið. Geir segir EA Sports ekki heldur hafa spurst eftir því að fá að nota íslenska kvennalandsliðið í leiknum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira