Bílskúrinn: Rosberg réð ríkjum á Marina Bay Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. september 2016 21:30 Mercedes liðið fagnar keppninni í Singapúr. Vísir/Getty Nico Rosberg tók forystuna í stigakeppni ökumanna, af hverju tókst Ferrari ekki að vinna keppnina sem liðið ætlaði að vinna og margt fleira í Bílskúrnum. Farið verður yfir þetta og ýmislegt annað í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs, hér á Vísi.Lewis Hamilton tapaði forskotinu í heimsmeistarakeppni ökumanna um helgina.Vísir/GettyEr Lewis Hamilton heillum horfinn? Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton hafði tveggja stiga forskot fyrir keppnina. Hamilton náði sér ekki á strik í tímatökunni, miðað við liðsfélaga sinn að minnsta kosti. Hamilton ræsti af stað þriðji, Rosberg fyrstur og Daniel Ricciardo á Red Bull á milli þeirra. Hamilton virtist einfaldlega ekki eiga svör við skuggalega hröðum hring Rosberg í tímatökunni. Hann var um sjö tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Formúlu 1 bíll fer langa leið á 0,7 sekúndum. Hamilton hafði ekki gengið vel á æfingum að stilla bílnum upp. Hamilton sagði eftir keppnina að Rosberg ætti sigurinn skilið. Hann hefði ekið vel alla helgina. Það er óvenjulegt að heyra frá Hamilton. Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes sagði eftir tímatökuna aðspurður um muninn á ökumönnum liðsins að „á endingu verða menn bara að aka bílnum sem þeir hafa, burt séð frá því hvort uppstilling bílsins sé fullkominn.“ Rosberg virðist hafa tekist að aka bíl sem var kannski ekki fullkominn en Hamilton hefur látið það angra sig meira.Nico Rosberg er með 8 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna eftir Singapúr keppnina.Vísir/GettyRólegheit hjá Rosberg? Helgin gat ekki farið mikið betur hjá Rosberg. Hann byrjaði reyndar á því að brjóta framvænginn af bíl sínum á föstudagsæfingu. En eftir það er ekki hægt að segja að hann hafi stigið feilspor. Ráspóll með miklum mun, rúmlega hálfri sekúndu á Ricciardo. Hann leiddi keppnina alla keppnina og var einn í heiminum eftir ræsinguna, þangað til Ricciardo gerði árás eftir síðasta þjónustuhléið. Rosberg virðist vera líklegri en áður til að hafa sjálfur trú á að hann geti unnið Hamilton í hreinum slag og hirt heimsmeistaratitilinn af honum. „Þetta er besta útgáfan af Rosberg sem ég hef séð,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, eftir keppnina.Daniel Riccardo var nokkuð sáttur við annað sætið.Vísir/GettyÁrás Ástralans Ricciardo á Red Bull gerði árás á Rosberg eftir síðasta þjónustuhléið sitt. Á fyrstu tveimur til þremur hringjunum eftir þjónustuhléið var Ricciardo að minnka bilið í Rosberg um um það bil þrjár sekúndur á hring. Ricciardo reyndi hvað hann gat til að ná Rosberg og á síðustu hringjunum náði Rosberg nokkrum hægfara bílum sem auðvelduðu Ricciardo verkið. Dekk Ástralans voru þá nánast búin og því gat hann lítið annað gert en að sætta sig við annað sætið. Rosberg átti líka smá inni til að verjast honum. Munurinn í endan, eftir 115 mínútna akstur var 0,488 sekúndur á fyrsta og öðru sæti.Fernando Alonso vann sig upp um tvö sæti frá ræsingu til endamarks.Vísir/GettyVæntingastjórnunin klikkaði hjá McLaren McLaren liðið var búið að byggja upp miklar væntingar fyrir keppninni í Singapúr. Liðið hefur raunar næstum allt tímabilið talað um keppnina sem líklega sitt besta tækifæri til að ná góðum árangri. McLaren liðið virtist gleyma að gera ráð fyrir að aðrir myndu aðlaga sína bíla að Singapúr brautinni. Þegar á reyndi var brautin ekkert alveg eins hliðholl liðinu og lesa mátti úr athugsemdum ökumanna fyrir keppnina. Sjá einnig:McLaren bindur miklar vonir við Singapúr Fernando Alonso varð sjöundi eftir að hafa ræst af stað níundi en Jenson Button lauk ekki keppni.Sebastian Vettel tókst ekki að vinna Singapúr kappaksturinn í ár. Hann endaði þó aðeins einu sæti á eftir liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Tímabilið hefur einkennst af óheppni hjá Ferrari hingað til. Ekki lagaðist það þegar spyrna í afturfjöðrun á bíl Sebastian Vettel brotnaði í fyrstu lotu tímatökunnar. Vettel gat ekki sett samkeppnishæfan tíma því þegar hann beygði þá lyftist innra framdekkið frá brautinni. Vettel ræsti því af stað aftastur. Ekki góð staða fyrir ökumanninn sem vann keppnina í fyrra. Mikil vonbrigði fyrir Ferrari liðið sem, líkt og McLaren hafði horft á Singapúr keppnina sem sinn vænlegasta vígvöll í ár. Vettel hins vegar endaði í fimmta sæti eftir frábæran akstur. Brautin er þekkt fyrir það að vera þröng og að þar er erfitt að taka fram úr. Frábær keppnisáætlun og aktur skópu saman góða niðurstöðu fyrir Vettel í keppninni, svona úr því sem orðið var í tímatökunni. Vettel var einnig valinn ökumaður keppninnar í fyrsta skipti af lesendum Formula1.com sem er opinber heimasíða Formúlu 1. Formúla Tengdar fréttir Helstu atvikin í spennandi Singapúr keppni | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta sem gerðist í mögnuðum kappakstri í Singapúr. 18. september 2016 16:15 Nico Rosberg vann í Singapúr Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Marina Bay brautinni í Singapúr. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 18. september 2016 13:50 Hamilton: Ég er ennþá inn í baráttunni um heimsmeistaratitilinn Nico Rosberg vann sína þriðju keppni í röð í dag. Hann er sá eini sem unnið hefur keppni eftir sumarfrí. Rosberg tók forystuna í stigakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 18. september 2016 15:15 Schumacher getur ekki gengið Litlar upplýsingar hafa fengist um ástand Michael Schumacher síðan hann meiddist alvarlega í skíðaslysi fyrir tæpum þrem árum síðan. 19. september 2016 20:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg tók forystuna í stigakeppni ökumanna, af hverju tókst Ferrari ekki að vinna keppnina sem liðið ætlaði að vinna og margt fleira í Bílskúrnum. Farið verður yfir þetta og ýmislegt annað í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs, hér á Vísi.Lewis Hamilton tapaði forskotinu í heimsmeistarakeppni ökumanna um helgina.Vísir/GettyEr Lewis Hamilton heillum horfinn? Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton hafði tveggja stiga forskot fyrir keppnina. Hamilton náði sér ekki á strik í tímatökunni, miðað við liðsfélaga sinn að minnsta kosti. Hamilton ræsti af stað þriðji, Rosberg fyrstur og Daniel Ricciardo á Red Bull á milli þeirra. Hamilton virtist einfaldlega ekki eiga svör við skuggalega hröðum hring Rosberg í tímatökunni. Hann var um sjö tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Formúlu 1 bíll fer langa leið á 0,7 sekúndum. Hamilton hafði ekki gengið vel á æfingum að stilla bílnum upp. Hamilton sagði eftir keppnina að Rosberg ætti sigurinn skilið. Hann hefði ekið vel alla helgina. Það er óvenjulegt að heyra frá Hamilton. Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes sagði eftir tímatökuna aðspurður um muninn á ökumönnum liðsins að „á endingu verða menn bara að aka bílnum sem þeir hafa, burt séð frá því hvort uppstilling bílsins sé fullkominn.“ Rosberg virðist hafa tekist að aka bíl sem var kannski ekki fullkominn en Hamilton hefur látið það angra sig meira.Nico Rosberg er með 8 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna eftir Singapúr keppnina.Vísir/GettyRólegheit hjá Rosberg? Helgin gat ekki farið mikið betur hjá Rosberg. Hann byrjaði reyndar á því að brjóta framvænginn af bíl sínum á föstudagsæfingu. En eftir það er ekki hægt að segja að hann hafi stigið feilspor. Ráspóll með miklum mun, rúmlega hálfri sekúndu á Ricciardo. Hann leiddi keppnina alla keppnina og var einn í heiminum eftir ræsinguna, þangað til Ricciardo gerði árás eftir síðasta þjónustuhléið. Rosberg virðist vera líklegri en áður til að hafa sjálfur trú á að hann geti unnið Hamilton í hreinum slag og hirt heimsmeistaratitilinn af honum. „Þetta er besta útgáfan af Rosberg sem ég hef séð,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, eftir keppnina.Daniel Riccardo var nokkuð sáttur við annað sætið.Vísir/GettyÁrás Ástralans Ricciardo á Red Bull gerði árás á Rosberg eftir síðasta þjónustuhléið sitt. Á fyrstu tveimur til þremur hringjunum eftir þjónustuhléið var Ricciardo að minnka bilið í Rosberg um um það bil þrjár sekúndur á hring. Ricciardo reyndi hvað hann gat til að ná Rosberg og á síðustu hringjunum náði Rosberg nokkrum hægfara bílum sem auðvelduðu Ricciardo verkið. Dekk Ástralans voru þá nánast búin og því gat hann lítið annað gert en að sætta sig við annað sætið. Rosberg átti líka smá inni til að verjast honum. Munurinn í endan, eftir 115 mínútna akstur var 0,488 sekúndur á fyrsta og öðru sæti.Fernando Alonso vann sig upp um tvö sæti frá ræsingu til endamarks.Vísir/GettyVæntingastjórnunin klikkaði hjá McLaren McLaren liðið var búið að byggja upp miklar væntingar fyrir keppninni í Singapúr. Liðið hefur raunar næstum allt tímabilið talað um keppnina sem líklega sitt besta tækifæri til að ná góðum árangri. McLaren liðið virtist gleyma að gera ráð fyrir að aðrir myndu aðlaga sína bíla að Singapúr brautinni. Þegar á reyndi var brautin ekkert alveg eins hliðholl liðinu og lesa mátti úr athugsemdum ökumanna fyrir keppnina. Sjá einnig:McLaren bindur miklar vonir við Singapúr Fernando Alonso varð sjöundi eftir að hafa ræst af stað níundi en Jenson Button lauk ekki keppni.Sebastian Vettel tókst ekki að vinna Singapúr kappaksturinn í ár. Hann endaði þó aðeins einu sæti á eftir liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Tímabilið hefur einkennst af óheppni hjá Ferrari hingað til. Ekki lagaðist það þegar spyrna í afturfjöðrun á bíl Sebastian Vettel brotnaði í fyrstu lotu tímatökunnar. Vettel gat ekki sett samkeppnishæfan tíma því þegar hann beygði þá lyftist innra framdekkið frá brautinni. Vettel ræsti því af stað aftastur. Ekki góð staða fyrir ökumanninn sem vann keppnina í fyrra. Mikil vonbrigði fyrir Ferrari liðið sem, líkt og McLaren hafði horft á Singapúr keppnina sem sinn vænlegasta vígvöll í ár. Vettel hins vegar endaði í fimmta sæti eftir frábæran akstur. Brautin er þekkt fyrir það að vera þröng og að þar er erfitt að taka fram úr. Frábær keppnisáætlun og aktur skópu saman góða niðurstöðu fyrir Vettel í keppninni, svona úr því sem orðið var í tímatökunni. Vettel var einnig valinn ökumaður keppninnar í fyrsta skipti af lesendum Formula1.com sem er opinber heimasíða Formúlu 1.
Formúla Tengdar fréttir Helstu atvikin í spennandi Singapúr keppni | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta sem gerðist í mögnuðum kappakstri í Singapúr. 18. september 2016 16:15 Nico Rosberg vann í Singapúr Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Marina Bay brautinni í Singapúr. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 18. september 2016 13:50 Hamilton: Ég er ennþá inn í baráttunni um heimsmeistaratitilinn Nico Rosberg vann sína þriðju keppni í röð í dag. Hann er sá eini sem unnið hefur keppni eftir sumarfrí. Rosberg tók forystuna í stigakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 18. september 2016 15:15 Schumacher getur ekki gengið Litlar upplýsingar hafa fengist um ástand Michael Schumacher síðan hann meiddist alvarlega í skíðaslysi fyrir tæpum þrem árum síðan. 19. september 2016 20:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Helstu atvikin í spennandi Singapúr keppni | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta sem gerðist í mögnuðum kappakstri í Singapúr. 18. september 2016 16:15
Nico Rosberg vann í Singapúr Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Marina Bay brautinni í Singapúr. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. 18. september 2016 13:50
Hamilton: Ég er ennþá inn í baráttunni um heimsmeistaratitilinn Nico Rosberg vann sína þriðju keppni í röð í dag. Hann er sá eini sem unnið hefur keppni eftir sumarfrí. Rosberg tók forystuna í stigakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 18. september 2016 15:15
Schumacher getur ekki gengið Litlar upplýsingar hafa fengist um ástand Michael Schumacher síðan hann meiddist alvarlega í skíðaslysi fyrir tæpum þrem árum síðan. 19. september 2016 20:30