Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2016 07:00 „Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
„Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38
Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36