Formúla 1

Stoffel Vandoorne: 2017 var mitt síðasta tækifæri

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Stoffel Vandoorne, tilvonandi ökumaður McLaren.
Stoffel Vandoorne, tilvonandi ökumaður McLaren. Vísir/Getty
Stoffel Vandoorne telur að 2017 hafi verið hans síðasta tækifæri til að tryggja sér sæti í Formúlu 1.

McLaren valdi fyrir yfirstandandi tímabil að halda Jenson Button áfram við hlið Fernando Alonso. Vandoorne mun aka við hlið Alonso á næsta tímabili. Vandoorne segir að það sé „mikill léttir“ að fá sæti og að draumur hans sé að rætast.

Vandoorne verður 25 ára við upphaf næsta tímabils, sem er frekar hár aldur til að hefja keppni í Formúlu 1. Hann segir að það hafi verið erfitt að vera ekki með í ár, sérstaklega með tilliti til þess hvað hann er gamall.

„Þetta gerðist ekki í fyrra en já ég man eftir allri umfjölluninni um það hvort ég fengi sæti. Til að vera hreinskilinn var ég ögn vonsvikinn fyrst eftir að þetta kom í ljós. Mér fannst erfitt að sætta mig við það að bíða eftir Formúlu 1 sæti í ár í viðbót,“ sagi Belginn í samtali við Formula1.com.

„Það er alltaf ákveðin tíma-pressa á ökumönnum svo ég vissi að þetta yrði að gerast á næsta ári, þar sem það væri líklega mitt síðasta tækifæri til að komast í F1,“ sagði Vandoorne að lokum.


Tengdar fréttir

Schumacher getur ekki gengið

Litlar upplýsingar hafa fengist um ástand Michael Schumacher síðan hann meiddist alvarlega í skíðaslysi fyrir tæpum þrem árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×