Ferðamennirnir í stað þorsksins í frystihúsið Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2016 20:45 Það er liðinn um það bil aldarfjórðungur frá því bændur hófu að breyta fjósum í gistihús til sveita. Nú víkur sjávarútvegurinn einnig fyrir ferðaþjónustu því að á Breiðdalsvík er búið að taka frystihúsið undir ferðamenn. Það er tímanna tákn í sjávarplássi, þar sem frystihúsið var forðum langstærsta atvinnufyrirtækið, þar hefur hótelið núna tekið við sem burðarás byggðarlagsins. Hótel Bláfell er orðinn stærsti vinnustaður Breiðdalsvíkur. „Ég var með 44 starfsmenn sem ég borgaði laun um síðustu mánaðamót. Ég er með átta á ársgrundvelli. En yfir fjóra mánuði ársins er ég með 30-40 manns,“ segir Friðrik Árnason, eigandi og hótelstjóri Hótel Bláfells.Hótel Bláfell var fjölmennasti vinnustaðurinn á Breiðdalsvík í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik keypti hótelið fyrir átta árum en þá voru þar rúmlega tuttugu herbergi. Hann réðst fljótlega í stækkun með því að kaupa gömlu símstöðina við hliðina og tvöfaldaði herbergjafjöldann upp í rúmlega fjörutíu. Hann keypti einnig gamla kaupfélagshúsið og innréttaði þar verslun og veitingastað. Gegnt hótelinu stóð gamla hraðfrystihús Breiðdælinga ónotað en hótelið vantaði stóran veitingasal. Og þar sem fiskurinn rann forðum á færiböndum um vélasali, þar er nú búið að innrétta 400 manna veitinga- og ráðstefnusal. „Það er svo mikið af fólki sem kemur hér í gegn bara í mat. Það er mikið af fólki hér í hádeginu og um miðjan dag á sumrin, sérstaklega mikið af rútum sem stoppa hér hjá okkur í hádeginu. Okkur veitti bara ekkert af svona sal.“Hér var áður Hraðfrystihús Breiðdælinga. Nú er hér 400 manna veitinga- og ráðstefnusalur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik segir að þegar Hraðfrystihús Breiðdælinga stóð með mestum blóma hafi starfað þar allt að 80 manns við að afla gjaldeyris í þjóðarbúið. „Nú er það hótelið og ferðaþjónustan. Þetta er mikil breyting. Það eru komnir ferðamenn í frystihúsið! Þetta er kúvending,“ segir Friðrik hótelstjóri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Það er liðinn um það bil aldarfjórðungur frá því bændur hófu að breyta fjósum í gistihús til sveita. Nú víkur sjávarútvegurinn einnig fyrir ferðaþjónustu því að á Breiðdalsvík er búið að taka frystihúsið undir ferðamenn. Það er tímanna tákn í sjávarplássi, þar sem frystihúsið var forðum langstærsta atvinnufyrirtækið, þar hefur hótelið núna tekið við sem burðarás byggðarlagsins. Hótel Bláfell er orðinn stærsti vinnustaður Breiðdalsvíkur. „Ég var með 44 starfsmenn sem ég borgaði laun um síðustu mánaðamót. Ég er með átta á ársgrundvelli. En yfir fjóra mánuði ársins er ég með 30-40 manns,“ segir Friðrik Árnason, eigandi og hótelstjóri Hótel Bláfells.Hótel Bláfell var fjölmennasti vinnustaðurinn á Breiðdalsvík í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik keypti hótelið fyrir átta árum en þá voru þar rúmlega tuttugu herbergi. Hann réðst fljótlega í stækkun með því að kaupa gömlu símstöðina við hliðina og tvöfaldaði herbergjafjöldann upp í rúmlega fjörutíu. Hann keypti einnig gamla kaupfélagshúsið og innréttaði þar verslun og veitingastað. Gegnt hótelinu stóð gamla hraðfrystihús Breiðdælinga ónotað en hótelið vantaði stóran veitingasal. Og þar sem fiskurinn rann forðum á færiböndum um vélasali, þar er nú búið að innrétta 400 manna veitinga- og ráðstefnusal. „Það er svo mikið af fólki sem kemur hér í gegn bara í mat. Það er mikið af fólki hér í hádeginu og um miðjan dag á sumrin, sérstaklega mikið af rútum sem stoppa hér hjá okkur í hádeginu. Okkur veitti bara ekkert af svona sal.“Hér var áður Hraðfrystihús Breiðdælinga. Nú er hér 400 manna veitinga- og ráðstefnusalur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik segir að þegar Hraðfrystihús Breiðdælinga stóð með mestum blóma hafi starfað þar allt að 80 manns við að afla gjaldeyris í þjóðarbúið. „Nú er það hótelið og ferðaþjónustan. Þetta er mikil breyting. Það eru komnir ferðamenn í frystihúsið! Þetta er kúvending,“ segir Friðrik hótelstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45